Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. nóvember 2021 22:22 Frá vegagerðinni í Helluskarði í síðdegissólinni í dag. Börkur Hrólfsson Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Vegarkaflinn liggur upp úr Vatnsfirði um svokallaðan Pennusneiðing í Penningsdal og að gatnamótum Bíldudalsvegar í Helluskarði. Íslenskir aðalverktakar hófu vegagerðina um miðjan október í fyrra og var vonast til að kaflinn yrði tilbúinn með bundnu slitlagi fyrir veturinn. Gamla einbreiða brúin yfir Þverdalsá í dag. Fyrir ofan liggur nýi vegurinn. Fjær til vinstri sést út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Klæðningarflokkur frá Borgarverki, sem áður hafði lagt bundið slitlag á nýjan kafla í Arnarfirði, beið með tækjabúnað sinn á Brjánslæk eftir því að veður leyfði útlögn slitlagsins á Pennusneiðing. Héldu menn lengi í vonina um nokkurra daga góðan veðurkafla allt þar til snjóaði yfir vinnusvæðið í gær. Þótt markmiðið um klæðningu hafi ekki náðst verður hluti vegarins engu að síður opnaður umferð en án slitlags. Þar skiptir mestu að búið er að setja upp vegrið. Vegrið er komið á nýja kaflann um Pennusneiðing. Vinstra megin sér niður í Penningsdal.ÍAV/Bjarki Laxdal „Þetta verður opnað mjög fljótlega í næstu viku. Harðpakkað burðarlag er komið á,“ segir Bjarki Laxdal, verkstjóri ÍAV á Dynjandisheiði. Verktakinn er að leggja samtals 8,2 kílómetra kafla, þar af eru um 600 metrar á Bíldudalsvegi, en þar færast gatnamótin. Kaflinn sem nú verður opnaður er um Pennusneiðing og upp í Þverdal. „Það verður opnaður kaflinn sem átti að klæða, 3,8 kílómetrar. Þar fyrir ofan er umferðin á nýja veginum að stærstum hluta upp að Norðdalsbrú, en að vísu er sá kafli án styrktarlags og burðalags. Samt breiður og góður vegur.“ Nýi vegarkaflinn við Þverdalsvatn. Fjær sér út á Breiðafjörð.ÍAV/Bjarki Laxdal Starfsmenn ÍAV halda áfram vegavinnu á svæðinu fram til áramóta og eitthvað fram í janúar, að sögn Bjarka, en þó mun fækka í vinnuflokknum. Slitlagið verður svo lagt á allan kaflann í byrjun næsta sumars. „Við fáum rúma átta kílómetra vonandi fyrir lok júní,“ segir Bjarki. Áður var búið að opna 4,3 kílómetra kafla í Arnarfirði milli Mjólkár og Dynjanda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 frá vegagerðinni í september:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Dýrafjarðargöng Umferðaröryggi Tengdar fréttir Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46
Óttast að vegagerð á Vestfjörðum verði skorin niður eftir kosningar Straumur ferðamanna liggur enn að fossinum Dynjanda þótt komið sé fram á haust. Dýrafjarðargöng hafa þegar lengt ferðamannatímann á Vestfjörðum úr þremur mánuðum í fimm, að sögn rútubílaeiganda, sem óttast að frekari vegarbætur í fjórðungnum lendi í niðurskurði eftir kosningar. 22. september 2021 22:44
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11
Þurfa að vinna rösklega í vetur á Dynjandisheiði Framkvæmdir eru komnar á fullt við fyrsta áfanga nýs þjóðvegar yfir Dynjandisheiði. Fyrstu tíu kílómetrarnir eiga að vera tilbúnir með malbiki innan ellefu mánaða. Myndir frá sprengingum á verkstað mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 17. nóvember 2020 22:08