Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Heimir Már Pétursson skrifar 16. nóvember 2021 13:17 Alþingi verður kallað saman með stuttum fyrirvara eftir að undirbúningskjörbréfanefnd lýkur störfum. Vísir/Viljelm Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman til fundar klukkan tíu í morgun og bindur formaður nefndarinnar vonir við að hún ljúki störfum sínum fyrir lok þessarar viku. Næst komandi laugardag eru átta vikur liðnar frá alþingiskosningunum hinn 25. september en þing skal koma saman eigi síðar en tíu vikum frá kjördegi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna í textagerð stjórnarsáttmála til næstu fjögurra ára.Verið sé að fara yfir textann og fínpússa. Katrín Jakobsdóttir segir samningu ný stjórnarsáttmála langt komna en kynning á honum og nýrri ríkisstjórn bíði endanlegrar niðurstöðu Alþingis varðandi kjörbréf í Norðvesturkjördæmi.Stöð 2/Sigurjón „Við erum ekki enn komin á þann stað að við séum búin að botna umræðu bæði um verkefnatilflutninga og verkaskiptingu í ráðuneytum. En við stefnum að því að vera tilbúin um leið og sú staða skapast. Það hangir auðvitað á því að Alþingi komi saman og taki afstöðu til kjörbréfa,“ segir Katrín. Þegar undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið sínu hlutverki verður strax boðað til fyrsta þingfundar kjörtímabilsins þar sem formlega verið kosið í kjörbréfanefnd. Það gæti gerst einhver næstu daga, jafnvel á laugardag. Nefndin þarf að minnsta kosti einn sólarhring til að kynna málið í þingflokkum og koma fram með endanlega tillögu til þingmanna að greiða atkvæði um. „Þegar Alþingi hefur lokið afgreiðslu málsins er hægt að taka næstu skref. Það veltur auðvitað á því hver niðurstaða Alþingis verður. En þá er hægt að fara að undirbúa að kynna nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála,“ segir forsætisráðherra. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir alþingiskosningunum ekki lokið fyrr en Alþingi hafi afgreitt kjörbréf þingmanna.vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra tekur í sama streng. Endurnýjaður stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar og kannski einhver endurskipulagning á stjórnkerfi og nýir ráðherrar; það er ekki hægt að gera það fyrr en eftir kosningar og kosningum er ekki lokið fyrr en þessari vinnu er lokið,“ segir Sigurður Ingi.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20
Kynning ríkisstjórnar gæti dregist um eina til þrjár vikur Eftir að undirbúningskjörbréfanefnd hefur skilað af sér gætu liðið ein til þrjár vikur í að ný ríkisstjórn yrði kynnt, allt eftir því hver niðurstaða nefndarinnar verður. Hún mun mögulega fara í aðra vettvangsheimsókn á talningarstað í Borgarnesi á morgun. 10. nóvember 2021 11:55