„Mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. nóvember 2021 23:00 Kristrún Helga Jóhannsdóttir og Una María Magnúsdóttir. Samsett Óbólusettir sæta útgöngubanni í Austurríki vegna fjölgunar kórónuveirusmita. Á sama tíma eru litlar sem engar samkomutakmarkanir í Danmörku. Íslendingur sem búsettur er í Kaupmannahöfn segir Dani svifaseina í viðbrögðum og óttast harðar aðgerðir á næstunni. Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira
Faraldur kórónuveirunnar er ekki bara þreytandi fyrir okkur Íslendinga þar sem faraldurinn er í vexti víða í Evrópu og því fylgja takmarkanir, en mis miklar eftir löndum. Óbólusettir lifa við litlar takmarkanir Bólusettir Danir finna lítið fyrir veirunni þar sem einu takmarkanirnar eru þær að sýna þarf fram á bólusetningarvottorð áður en farið er á veitingastaði, söfn og aðra staði þar sem fólk kemur saman. Óbólusettir þurfa að sýna fram á neikvætt hraðpróf í stað vottorðs. „Þannig í raun hefur þetta engin áhrif á þá sem eru bólusettir, bara á þá sem eru óbólusettir,“ sagði Kristrún Helga Jóhannsdóttir, búsett í Kaupmannahöfn. Kristrún segir að þrátt fyrir litlar sem engar takmarkanir sé mikill uppgangur í smitum en um þrjú þúsund smitast á degi hverjum þar í landi. Útgöngubann fyrir óbólusetta Aðra sögu er að segja af aðgerðum í Hollandi þar sem um 13 þúsund smituðust í gær. Þar taka hertar aðgerðir gildi í kvöld. Veitingastöðum og matvöruverslunum er gert að loka klukkan átta og grímuskylda er nær alls staðar, þar á meðal í skólum. „Þeir eru rosa mikið í reglum um það hversu marga þú mátt fá heim til þín og reglurnar eru þannig núna að þeir mælast ekki til þess að þú fáir fleiri en fjóra gesti yfir sólarhringinn,“ sagði Una María Magnúsdóttir, búsett í Amsterdam. Þá þarf að sýna fram á bólusetningarvottorð þegar farið er á fjölmenna staði líkt og í Danmörku. Hér á landi þekkist það þó ekki með beinum hætti. Það þekkist þó að viðburðarhaldarar krefji fólk um neikvætt hraðpróf. Og svo geta vinnustaðir í einhverjum tilvikum gert kröfu um bólusetningu starfsmanna. Kristrúnu þykir Danir grípa heldur seint í rassinn og óttast að það komi til öfgafullra aðgerða fari smittölur úr böndunum. „Það sem við erum smeyk við hérna er að þeir [Danir] eru svo lengi að grípa í að svo þegar þeir gera það loksins þá dugar ekki það litla sem maður er að sjá á Íslandi heldur fer þetta í þetta harða útgöngubann sem maður hefur ekki upplifað á Íslandi. Grunnskólum hefur ekki verið lokað á Íslandi en það hefur gerst tvisvar hér og í marga mánuði í senn,“ sagði Kristrún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Holland Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Sjá meira