Sömu frelsisskerðingar allra, vegna COVID, standast illa Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. nóvember 2021 17:00 Um þessar mundir eru stjórnvöld enn einu sinni að skerða frelsi landsmanna og þjarma að ýmsum atvinnurekstri, þar sem þúsundir manna vinna, með atferlis- og samkomutakmörkunum fyrir alla. Ástæðan er sú, að innlagnir COVID veikra er komin á það stig, að Landspítali ræður rétt við stöðuna; aukning innlagna myndi sprengja móttöku- og þjónustukerfi spítalans. Á sama tíma blasir það við, að innlagnir óbólusettra, um 10% af þjóðinni, hafa síðustu daga og vikur verið 30-50% af öllum innlögnum. M.ö.o. valda óbólusettir þrisvar til fimm sinnum meiri innlögnum, en bólusettir. Mitt mat er, að, ef þessar umfram innlagnir óbólusettra - sem sagt þrisvar til fimm sinnum fleiri, en þeirra bólusettu - hefðu ekki komið til, hefði ekki verið þörf á, að innleiða nýjar atferlis- og samkomutakmarkanir nú. Það frelsi, sem hefur ríkt síðustu vikur og mánuði, hefði þá getað ríkt áfram, nú í aðdraganda og önnum jóla. Auðvitað er frelsi einstaklingsins mikilvægt, og ég er mikill talsmaður þess, að einstaklingurinn njóti sem mests frelsis í hugsun, tali og athöfnum, ekki sízt, þegar um eigin líkama manna er að ræða, en öll mál, líka frelsið, verður að hafa sín mörk. Ef sú ályktun er rétt, sem ég tel allt benda til, að óbólusettir, um 10% þegna landsins, hafi með veikindum sínum og umfram innlagnarþörfum ráðið úrslitum um það, að nú var aftur að skella á takmörkunum fyrir alla, þá tel ég það óhæfu og yfirkeyrt frelsi litlum minnihlutahóp til handa, sem bitnar svo harðlega á hinum mikla meirihluta. Þetta er ekki lýðræðislegt; þarna er lítill hópur (10%) að taka sér frelsi, sem hann á ekki rétt á, vegna þeirra miklu neikvæðu áhrifa, sem sú frelsistaka hefur á hinn mikla meirihluta (90%). Nú eru þessi sjónarmið alls ekki bara frá undirrituðum komin, heldur frá færustu vísindamönnum, sérfræðingum og stjórnmálaleiðtogum um alla Evrópu, en sú stefna, að bólusettir og læknaðir fái og haldi sem mestu frelsi - mest í anda þess, sem var fyrir COVID -, á sama tíma og þeir, sem þráast við bólusetningu, af hvaða ástæðum sem er, verða að sæta vaxandi takmörkunum, vex nú mjög fiskur um hrygg. Í minni gömlu borg, Hamborg, t.a.m., hefur nú um skeið gilt sú regla, að þeir, sem eru bólusettir eða hafa hlotið bata af pestinni, geta farið um allt og gert allt, en óbólusettir verða að sæta miklum takmörkunum. Þar og víða um Þýzkaland, og í vaxandi mæli um alla Evrópu, gildir nú hin svokallað 2G regla. 2G stendur fyrir „Geimpft“ og „Genesen“. Semsagt, bólusettur eða með bata eftir COVID. Hér mætti kalla þessa reglu 2B. Þeir, sem eru í flokki 2G hafa frjálsan aðgang að veitingastöðum, kvikmyndahúsum, leikhúsum, börum, íþróttamannvirkjum, íþróttavöllum og öðrum samkomustöðum, án takmarkana, mest eins og var fyrir COVID. Hinir, sem ekki fullnægja 2G, hafa engan aðgang að þessum stöðum, ekki einu sinni, þó þeir framvísi neikvæðu COVID- hraðprófi. Enn hafa óbólusettir aðgang að hótelum, dvalarstöðum og samgöngutækjum, leigubílum, strætó, sporvögnum, lestum, farþegaskipum og flugum, nokkuð gegn framvísun neikvæðs COVID-prófs, en það viðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær 2G reglan verður látin gilda um samgöngur líka. Sama sagan er meira og meira að koma upp með vinnustaði. Enn geta óbólusettir tryggt sína stöðu með neikvæðum hraðprófum, en þolinmæði vinnuveitenda með það fyrirkomulag er líka að renna sitt skeið, enda er það er bæði tímafrekt og óöruggt. Í sömu löndum er umburðarlyndið gagnvart óbólusettum starfsmönnum í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu komið á lokastig, en, eins og allir vita, ber þetta fólk ábyrgð á lífi, limum og velferð þeirra, sem veikastir eru fyrir og minnst þola. Fyrir mér er það með ólíkindum, að þetta starfsfólk telji við hæfi, að mæta óbólusett til starfa. Í vaxandi mæli er nú víða verið að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar með skertum launakjörum eða uppsögnum. Auðvitað vantar alls staðar starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, en stjórnavöld víða meta það nú svo, að hættan af óbólusettu starfsfólki vegi meira, en skaðinn af því að missa það. Að lokum þetta: Ritsjóri Fréttablaðsins velti upp þessu máli í leiðara blaðsins um þessa helgi. Auðvitað stóð mikill meirihluti lesenda með honum, í þessum málflutningi, en, á hinn bóginn, voru viðbrögð - orðbragðið, illskan, heiftin og rætnin - sem frá talsmönnum óbólusettra kom, með ólíkindum. Líktist helzt skrílslátum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru stjórnvöld enn einu sinni að skerða frelsi landsmanna og þjarma að ýmsum atvinnurekstri, þar sem þúsundir manna vinna, með atferlis- og samkomutakmörkunum fyrir alla. Ástæðan er sú, að innlagnir COVID veikra er komin á það stig, að Landspítali ræður rétt við stöðuna; aukning innlagna myndi sprengja móttöku- og þjónustukerfi spítalans. Á sama tíma blasir það við, að innlagnir óbólusettra, um 10% af þjóðinni, hafa síðustu daga og vikur verið 30-50% af öllum innlögnum. M.ö.o. valda óbólusettir þrisvar til fimm sinnum meiri innlögnum, en bólusettir. Mitt mat er, að, ef þessar umfram innlagnir óbólusettra - sem sagt þrisvar til fimm sinnum fleiri, en þeirra bólusettu - hefðu ekki komið til, hefði ekki verið þörf á, að innleiða nýjar atferlis- og samkomutakmarkanir nú. Það frelsi, sem hefur ríkt síðustu vikur og mánuði, hefði þá getað ríkt áfram, nú í aðdraganda og önnum jóla. Auðvitað er frelsi einstaklingsins mikilvægt, og ég er mikill talsmaður þess, að einstaklingurinn njóti sem mests frelsis í hugsun, tali og athöfnum, ekki sízt, þegar um eigin líkama manna er að ræða, en öll mál, líka frelsið, verður að hafa sín mörk. Ef sú ályktun er rétt, sem ég tel allt benda til, að óbólusettir, um 10% þegna landsins, hafi með veikindum sínum og umfram innlagnarþörfum ráðið úrslitum um það, að nú var aftur að skella á takmörkunum fyrir alla, þá tel ég það óhæfu og yfirkeyrt frelsi litlum minnihlutahóp til handa, sem bitnar svo harðlega á hinum mikla meirihluta. Þetta er ekki lýðræðislegt; þarna er lítill hópur (10%) að taka sér frelsi, sem hann á ekki rétt á, vegna þeirra miklu neikvæðu áhrifa, sem sú frelsistaka hefur á hinn mikla meirihluta (90%). Nú eru þessi sjónarmið alls ekki bara frá undirrituðum komin, heldur frá færustu vísindamönnum, sérfræðingum og stjórnmálaleiðtogum um alla Evrópu, en sú stefna, að bólusettir og læknaðir fái og haldi sem mestu frelsi - mest í anda þess, sem var fyrir COVID -, á sama tíma og þeir, sem þráast við bólusetningu, af hvaða ástæðum sem er, verða að sæta vaxandi takmörkunum, vex nú mjög fiskur um hrygg. Í minni gömlu borg, Hamborg, t.a.m., hefur nú um skeið gilt sú regla, að þeir, sem eru bólusettir eða hafa hlotið bata af pestinni, geta farið um allt og gert allt, en óbólusettir verða að sæta miklum takmörkunum. Þar og víða um Þýzkaland, og í vaxandi mæli um alla Evrópu, gildir nú hin svokallað 2G regla. 2G stendur fyrir „Geimpft“ og „Genesen“. Semsagt, bólusettur eða með bata eftir COVID. Hér mætti kalla þessa reglu 2B. Þeir, sem eru í flokki 2G hafa frjálsan aðgang að veitingastöðum, kvikmyndahúsum, leikhúsum, börum, íþróttamannvirkjum, íþróttavöllum og öðrum samkomustöðum, án takmarkana, mest eins og var fyrir COVID. Hinir, sem ekki fullnægja 2G, hafa engan aðgang að þessum stöðum, ekki einu sinni, þó þeir framvísi neikvæðu COVID- hraðprófi. Enn hafa óbólusettir aðgang að hótelum, dvalarstöðum og samgöngutækjum, leigubílum, strætó, sporvögnum, lestum, farþegaskipum og flugum, nokkuð gegn framvísun neikvæðs COVID-prófs, en það viðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær 2G reglan verður látin gilda um samgöngur líka. Sama sagan er meira og meira að koma upp með vinnustaði. Enn geta óbólusettir tryggt sína stöðu með neikvæðum hraðprófum, en þolinmæði vinnuveitenda með það fyrirkomulag er líka að renna sitt skeið, enda er það er bæði tímafrekt og óöruggt. Í sömu löndum er umburðarlyndið gagnvart óbólusettum starfsmönnum í heilbrigðis- og öldrunarþjónustu komið á lokastig, en, eins og allir vita, ber þetta fólk ábyrgð á lífi, limum og velferð þeirra, sem veikastir eru fyrir og minnst þola. Fyrir mér er það með ólíkindum, að þetta starfsfólk telji við hæfi, að mæta óbólusett til starfa. Í vaxandi mæli er nú víða verið að setja þessu fólki stólinn fyrir dyrnar með skertum launakjörum eða uppsögnum. Auðvitað vantar alls staðar starfsmenn í heilbrigðiskerfinu, en stjórnavöld víða meta það nú svo, að hættan af óbólusettu starfsfólki vegi meira, en skaðinn af því að missa það. Að lokum þetta: Ritsjóri Fréttablaðsins velti upp þessu máli í leiðara blaðsins um þessa helgi. Auðvitað stóð mikill meirihluti lesenda með honum, í þessum málflutningi, en, á hinn bóginn, voru viðbrögð - orðbragðið, illskan, heiftin og rætnin - sem frá talsmönnum óbólusettra kom, með ólíkindum. Líktist helzt skrílslátum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnamálarýnir
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun