Sport

Dagskráin í dag: Undankeppni HM, handbolti, NBA og NFL

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Anthony Davies og félagar í Lakers mæta San Antonio Spurs
Anthony Davies og félagar í Lakers mæta San Antonio Spurs EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN

Það er meira en nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í dag. Íslenskur handbolti, undankeppni HM, erlendur körfubolti og NFL deildin svo eitthvað sé nefnt.

Stöð 2 Sport

Olís deild karla á heima á Stöð 2 Sport. Leikur Fram og Vals verður sýndur klukkan 19:20.

Stöð 2 Sport 2

Þrír leikir verða sýndir í undankeppni HM 2022. Króatía-Rússland klukkan 13:50, Armenía-Þýskaland klukkan 16:50 og Spánn-Svíþjóð klukkan19:35. Allir leikirnir eru sýndir á Stöð 2 Sport 2. Þá verður markaþáttur fyrir undankeppni HM strax í kjölfarið.

Stöð 2 Sport 3

Það verða sýndir tveir leikir í NFL deildinni á Stöð 2 Sport 3. Washington Football Team mætir Tampa Bay Buccaneers og Green Bay Packers spila við Seattle Seahawks.

Stöð 2 Sport 4

Spænska úrvalsdeildin í körfubolta verður sýnd klukan 17:20 á Stöð 2 Sport 4 en þá mæta Martin Hermannsson og félagar í Valencia til Barcelona til þess að spila við heimamenn.

Klukkan 20:30 mæta stjörnurnar í Los Angeles Lakers San Antonio Spurs.

Stöð 2 Golf

Það verða þrjú golfmót í beinni í dag. Það fyrsta er AVIV Dubai Championship á evrópsku mótaröðinni klukkan 08:00. Þá verður Opna Houston mótið á Bandarísku mótaröðinni sýnt klukkan 18:00. Bæði mótin eru á Stöð 2 Golf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×