Særðist alvarlega eftir hnífstunguárás við Hagkaup Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2021 14:30 Margeir Sveinsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/ArnarHalldórs Sá sem varð fyrir hnífstunguárás á bílaplani við Hagkaup í Garðabæ í nótt særðist nokkuð alvarlega. Hann er þó ekki talinn í lífshættu að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Árásin var gerð í kjölfar ósættis milli hóps þriggja manna og þess fjórða. „Verður til þess að það er dreginn upp hnífur og sá sem var einn á ferð hlaut sár á kvið og bak,“ segir Margeir. Maðurinn sem var stunginn kom sér inn í verslun Hagkaupa þar sem hlúð var að honum. Hann var síðan fluttur á sjúkrahús með alvarlega áverka og annar með minniháttar áverka. Sá var útskrifaður fljótt. Myndband af vettvangi má sjá í spilaranum hér að neðan: Fjórir voru handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Þremur þeirra var sleppt að yfirheyrslum loknum en einum haldið eftir í varðhaldi. Margeir hafði ekki upplýsingar um það hvort sá væri enn í haldi. Málið er talið upplýst. Mennirnir eru á aldrinum 17 til 25 ára. Eðli málsins samkvæmt var barnaverndarnefnd gert viðvart þar sem einn þeirra er undir lögaldri. Finnst ekki líða helgi þar sem kemur ekki upp gróf árás Margeir Sveinsson segir í samtali við Vísi að alvarlegum ofbeldisbrotum hafi fjölgað síðastliðin tvö ár miðað við árin á undan. Þá segir hann að átökin séu orðin grófari. Hins vegar hafi mál er varðar vopnalagabrot fækkað. „Tilfinningin er að það líði ekki helgi nema það sé einhver svona gróf árás, annað hvort með hníf eða alvarlegri líkamsárásir með spörkum og höggum,“ segir hann. Þá segir hann að lögreglan merki aukningu í því að fólk beri á sér barefli eða hnífa. Fréttin hefur verið uppfærð. Í upphaflegri útgáfu sagði að líkamsárásir hefðu ekki aukist. Hið rétta er að fjölgun hefur verið á alvarlegum líkamsárásum.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Sjá meira
Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hagkaupum í Garðabæ Lögregla og sjúkrateymi var kallað út í Hagkaupum í Garðabæ á öðrum tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Hagkaupa var um að ræða slagsmál fyrir utan verslunina. Tveir hlutu stungusár í átökunum. 13. nóvember 2021 01:43