Enginn þarf að vera svangur á Vesturlandi um helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2021 12:31 Mikil ánægja er á Vesturlandi með matarbílinn og framtakið að fara um landshlutann með vörur af svæðinu og bjóða íbúum þær til sölu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Vesturlandi þurfa ekki að óttast matarleysi um helgina því þar verður farand – matarmarkaður í dag og á morgun þar sem matarbíll hlaðin vörum framleiddum á Vesturlandi fer um svæðið. Framtakið kemur í veg fyrir hópmyndun á einum stað. Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina. Matur Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira
Það eru Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi í samstarfi við matarframleiðendur á Vesturlandi, sem stendur að matarmarkaðnum um helgina. Til stóð að halda markaðinn á Hvanneyri en hætt var við það vegna Covid og því brugðið á það ráða að vera með sérstakan matarbíl fullan af vörum frá bændum og búaliði á svæðinu. Í dag verður farið á Hellissand og um Snæfellsnes og á morgun byrjar bílinn daginn í Búðardal og fer síðan í gegnum Borgarfjörð og endar ferð sína á Akranesi. Margrét Björk Björnsdóttir, fagstjóri hjá Áfangastað og markaðsstofu Vesturlands er ein af þeim, sem fer fyrir verkefninu. „Já, þetta er ein af þeim biluðu hugmyndum, sem maður fær þegar maður er ekki alveg tilbúin að gefast upp. það er bara mjög gaman og gott að vinna fyrir smáframleiðendur og reyna að efla þessa vinnslu og þá starfsemi, sem er unnin hér vítt og breitt um Vesturland þar sem fólk er að vinna úr sínum matvörum heima í héraði,“ segir Margrét Björk. Margrét segir að matarbílinn verði sneisa fullur af gómsætum mat eins og kjöti, geitaafurðum, silungi, grænmeti, sultum og mauki og mjólkurvörum svo eitthvað sé nefnt. Bílinn verður á ferðinni alla helgina um Vesturland.Aðsend Bílinn stoppar á fyrir fram ákveðnum stöðum. „Já, við stoppum á stund og stað og þar getur fólk komið og við erum bara með þessa búð á hjólum á leigu og þar er hægt að versla við þá framleiðendur, sem eru með í púkkinu. Ég vil bara hvetja fólk að nýta sér þetta og „Íslenskt látum það ganga“, það er bara, sem við þurfum. Við þurfum að snúa bökum saman og allir að styðja við næsta mann og við verslum í heimabyggð, hvort sem það er núna fyrir jólin eða alla daga því þetta skiptir okkur öll miklu máli þannig að við getum búið hérna glöð saman í þessu landi,“ sagði Margrét. Hér er hægt að sjá hvar bílinn verður á hverjum tíma um helgina.
Matur Landbúnaður Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Sjá meira