„Ömurlegar fréttir kæri félagi“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 15:57 Sólveig Anna telur einsýnt að með athæfi sínu hafi Magnúsi tekist að gera ASÍ óhæft til að fjalla um mál sem snerta alvarlegt áreiti á vinnustað. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira