„Ömurlegar fréttir kæri félagi“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 15:57 Sólveig Anna telur einsýnt að með athæfi sínu hafi Magnúsi tekist að gera ASÍ óhæft til að fjalla um mál sem snerta alvarlegt áreiti á vinnustað. Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður Eflingar, hefur ritað Magnúsi M. Norðdahl, lögfræðingi ASÍ harðort bréf þar sem hún sakar hann um að standa með ofbeldismanni. Hún telur að með framgöngu sinni hafi Magnús gert Alþýðusambandið vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar. Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Sólveig birtir bréf sitt í heild á Facebook-síðu sinni. Í bréfinu kemur fram að maðurinn sem hún hefur sakað um ofbeldisfullar hótanir í sinn garð, maður sem hún hefur kært sem slíkan til lögreglu er Tryggvi Marteinsson. En í fréttum í morgun var greint frá því að hann hafi verið rekinn sem starfsmaður á skrifstofum Eflingar. Í bréfi Sólveigar Önnu segir: „Umræddur starfsmaður er sá sem hótaði mér ofbeldisverkum á heimili mínu. Hótuninni fylgdi nákvæm útlistun á því hvernig hann hefði áður gert hótanir gegn meintum óvinum sínum að veruleika og útskýringar á því hvers vegna hann teldi að hann myndi aðeins hljóta skilorðsbundinn dóm yrði hann dæmdur vegna þess sem hann hugðist gera mér.“ Fyrirliggjandi ofbeldishótanir Tryggva Sólveig Anna segir jafnframt að eins og hún hafi áður greint frá opinberlega þá liggi fyrir skriflegur vitnisburður frá starfsmanninum sem hann orðaði hótanir sínar við. Sá vitnisburður kom fram bæði í samtölum við aðra starfsmenn, meðal annarra trúnaðarmann vinnustaðarins, og í skriflegum samskiptum sem liggja hjá mannauðsstjóra skrifstofu Eflingar. Sólveig vísar þá í bréfi sínu til kveðju sem Magnús sendir til Tryggva á Facebook-vegg hins síðarnefnda þar sem hann kvartar sáran undan brottrekstrinum. Sólveig Anna, sem tekur fram að hún hafi ekki komið að brottrekstri mannsins, segir að Tryggvi noti tækifærið og uppnefni stjórnendur Eflingar „kommúnista“ og segist hafa “goldið þess” að vera “karlmaður og Íslendingur” – en þau ummæli hefur Tryggvi reyndar fellt út úr upprunalegri færslu. „Þú sást þig knúinn til þess að bæta ummælum við færsluna og eru þau svohljóðandi: “Ömurlegar fréttir kæri félagi - á löngum ferli mínum í störfum fyrir þetta stóra stéttarfélag hefur við mig aldrei orði verið á þig hallað - þvert á móti.” Þú ert lögfræðingur Alþýðusambands Íslands og nýtur sem slíkur mikillar virðingarstöðu. Horft er til orða þinna ekki aðeins sem leiðsagnar eða álits, heldur jafnvel sem einhvers konar úrskurðar, enda er það svo að Alþýðusambandinu er treyst til að skera úr um ýmis mál sem varða aðildarfélögin og kemur þá iðulega til þinna kasta,“ segir meðal annars í harðorðu bréfi Sólveigar. ASÍ tapað trúverðugleika sínum Vísir hefur reynt að ná tali af Magnúsi, nú fjórum klukkustundum eftir að Sólveig Anna birti bréf sitt en án árangurs. Sjálf segist Sólveig Anna að enn hafi engin viðbrögð við erindi hennar komið frá ASÍ. Bréf Sólveigar til Magnúsar er ítarlegt en þar segir meðal annars að hún telji hann hafa gert ASÍ vanhæft til aðkomu að málum sem snerta kynbundið ofbeldi og áreiti. „Stofnun sem felur karli með þín viðhorf og hugmyndir um hvað telst ásættanleg opinber framganga í slíkum málum stöðu æðsta lögfræðivalds hefur tapað trúverðugleika sínum. Enginn þolandi í kynbundnu ofbeldis- eða áreitnismáli getur treyst því að mál þeirra fái faglega eða hlutlausa meðferð af hálfu ASÍ meðan þú gegnir þar þeirri stöðu sem þú gerir,“ segir Sólveig. En sjá má bréf hennar í heild í innfelldri færslu hennar hér ofar.
Ólga innan Eflingar Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira