„Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 13:30 Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir tilviljun ráða því að Zack Mosbergsson líkist Mark Zuckerberg. Ný auglýsing Íslandsstofu hefur vakið töluverða athygli þar sem gert er létt grín að nýjum sýndarveruleikaheimi Mark Zuckerberg. Forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu segir viðbrögðin hafa verið vonum framar en auglýsingin hefur meðal annars náð til Zuckerberg, sem tekur vel í grínið. Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“ Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Í auglýsingunni bregður leikarinn Jörundur Ragnarsson sér í hlutverk Zack Mosberssonar og kynnir þar fyrirbærið sem kallast Icelandverse. Á það að vera "raunverulegur raunveruleiki án kjánalegra gleraugna," og er þar ljóst að verið er að skjóta á hið svokallaða metaverse. Sveinn Birkir Björnsson, forstöðumaður markaðssamskipta hjá Íslandsstofu, segir að hugmyndin að auglýsingu hafi fæðst fyrir um viku síðan, á svipuðum tíma og Mark Zuckerberg, forstjóri Meta, áður Facebook, var með kynningu um nýjan sýndarveruleika. „Við vildum einfaldlega bara sýna fram á að það er hægt að upplifa ótrúlega hluti þótt þú sért ekki í neinum sýndarveruleika. Það eru til ótrúlegir hlutir bara í veruleikanum,“ segir Sveinn. „Viðbrögðin hafa í rauninni verið betri en við þorðum að vona, við áttum kannski von á að þetta myndi hitta í mark hjá ákveðnum hópi en þetta hefur farið miklu víðar en við þorðum að leyfa okkur að vona,“ segir Sveinn. Myndbandið var birt á vef Inspired by Iceland í gærmorgun og hálfum sólarhringi síðar var Mark Zuckerberg sjálfur búinn að sjá myndbandið. „Það var ekki leiðinlegt að sjá að hann var búinn að sjá þetta og við sögðum að hann yrði bara sjálfur að koma til að upplifa Icelandverse,“ segir Sveinn og hlær. „Það mun náttúrulega dreifa þessu enn víðar og er bara skemmtilegur punktur inn í þessa sögu, að hann átti sig á því hvað um ræðir og taki þessu vel.“ Sveinn vill þó ekki meina að karakterinn í auglýsingunni byggi beint á Zuckerberg. „Eins og ég hef svo sem sagt, öll líkindi við persónur, lifandi eða dauðar, er tóm tilviljun,“ segir Sveinn. Þannig þetta er ekki Mark Zuckerberg? „Þetta er Zack Mosbergsson.“
Meta Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49 Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01 Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Sjá meira
Íslandsstofa auglýsir Ísland með gríni á kostnað Zuckerbergs Íslandsstofa hefur birt nýtt myndband undir auglýsingaherferðinni Inspired by Iceland þar sem stólpagrín er gert að nýjum sýndarveruleikaheimi fyrirtækisins Meta, áður Facebook. 11. nóvember 2021 17:49
Vinnan og félagslíf færð í sýndarheima næstu kynslóðar internetsins Í náinni framtíð verður fólki mögulegt að heimsækja vini sína, horfa með þeim á kvikmynd eða fara á tónleika, án þess að fara úr húsi eða standa upp úr sófanum. Einnig verður hægt að fara í göngutúra um fornar borgir og jafnvel aðrar plánetur, skoða söfn eða versla í stafrænum verslunarrýmum þar sem gervigreind sinnir afgreiðslustörfum. 30. október 2021 09:01
Facebook breytir um nafn Samfélagmiðlarisinn Facebook hyggst nú breyta um nafn. Nýja nafnið verður "Meta" en nafnbreytingin er liður í áherslubreytingu fyrirtækisins. 28. október 2021 19:07