Hertar aðgerðir kynntar í dag Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 12. nóvember 2021 07:57 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun væntanlega tilkynna um hertar aðgerðir innanlands í dag til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kemur saman til fundar klukkan hálf tíu þar sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigisráðherra mun leggja fram tillögu um hertar sóttvarnaaðgerðir vegna mikillar fjölgunar smitaðra af kórónuveirunni undanfarna daga. Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ráðherranefnd um sóttvarnamál sem í sitja formenn stjórnarflokkanna, heilbrigðisráðherra, dómsmálaráðherra og menntamálaráðherra kemur saman á fjarfundi með Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og fleiri embættismönnum fyrir ríkisstjórnarfundinn. Þar fer Þórólfur yfir tillögur og rökstuðning í minnisblaði um hertar aðgerðir sem hann sendi heilbrigðisráðherra seinni partinn í gær. Búast má við að í væntanlegum aðgerðum felist enn meiri samkomutakmarkanir en tóku gildi á miðvikudag. Horfa má á Svandísi kynna nýju aðgerðirnar í spilaranum hér fyrir neðan og lesa um þær hér. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti Hertar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á miðnætti. Fjöldatakmarkanir miðast nú við fimm hundruð manns, opnunartími vínveitingastaða styttist og þá taka gildi sérstakar reglur um fjölmenna skipulagða viðburði og hraðpróf. 10. nóvember 2021 09:46