Valið er mjög einfalt þegar kemur að örvunarskömmtum Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. nóvember 2021 13:31 Ég skal taka örvunarskammti af bólusetningu ef mér býðst hún. Ekki vegna þess að ég telji bólusetningar vera eina læknisfræðilega inngripið sem hafi engar mögulegar aukaverkanir (enda slík ekki til, nema þau sem hafa engin áhrif yfirhöfuð), og ekki heldur vegna þess að ég telji að það sé búið að rannsaka umfram allan vafa að því fylgi engin hætta. Að mér vitandi hefur það hvorki verið leyndarmál, né hneyksli, að nýjum bóluefnum fylgi ákveðin áhætta. Þess vegna skil ég ekki alveg málflutning „samsæriskenninga“-smiða, sem láta alltaf eins og þetta séu einhverjar sláandi fréttir. Að sjálfsögðu fylgir þessu áhætta. Í læknisfræði er stanslaust, ævarandi og eilíft mat milli mismunandi tegunda af áhættu. Að gefa pensillín felur í sér mat á áhættu þess að nota lyfið gegn áhættunni af því að vera veikur. Hið sama gildir um hálskirtlatökur og öll önnur læknisfræðileg inngrip, þar á meðal bóluefni. Stundum er áhættumatið auðvelt og stundum er það erfitt. Í tilfelli bóluefna gegn COVID-19 og COVID-19 sjálfs hinsvegar, er áhættumatið einfalt ef ekki er fyrir undirliggjandi sjúkdóma, sérstakar aðstæður eða eitthvað slíkt. Það sem fólk þarf að átta sig á í þessu áhættumati, er að það eru tvær áhættur sem þarf að bera saman, ekki bara ein sem þarf að meta. Því miður er mikið af fólki sem metur bara spurninguna hvort það sé áhætta af bóluefnum yfirhöfuð; af eða á. Það eru mikil mistök að líta þannig á, vegna þess að eini tilgangur bóluefnisins er að draga úr annarri áhættu; þeim sem fylgja því að fá COVID-19. Ég hef fengið COVID-19, og skal spara ykkur bölmóðinn yfir þeim andskota. Valið í mínum huga er mjög einfalt. Hætturnar af bóluefnunum eru varla umhugsunar virði við hliðina á hættuna af sjúkdómnum COVID-19. Gerum smá hugartilraun. Segjum að það sem er í dag mögulegar hliðarverkanir bóluefnanna væru sjúkdómurinn, en einkenni COVID-19 væru þekktar hliðarverkanir bóluefnis. Mynduð þið taka það bóluefni? Ekki myndi ég gera það, og það væri ekki einu sinni stungið upp á því, af þeirri einföldu ástæðu að annað er svo augljóslega, svo miklu, miklu, miklu verra en hitt; og það sem er verra, er helvítis sjúkdómurinn COVID-19. Enda er það engin tilviljun að fólk sem er hvað mest á móti bólusetningu gegn COVID-19, er sama fólkið og gerir lítið úr alvarleika faraldursins og einkennum COVID-19. Það er vegna þess að þetta áhættumat fer í klessu ef það er forsendan, og fólk fer að líta einungis á áhættuna af bóluefnunum og bera mögulega hliðarverkanir saman við „enga áhættu“. Nú get ég auðvitað ekki sannað fyrir ykkur að COVID-19 sé til og sé alvarlegur sjúkdómur. En ég þekki hann á eigin skinni. Og með þá reynslu í farteskinu skal ég segja ykkur að það er alger no-brainer fyrir mig að taka allar þær örvunarsprautur sem bjóðast. Ég skal taka þær tíu sinnum ef sóttvarnalæknir telur það til bóta. Nei, vitiði, ég skal bara taka hana eins oft og sóttvarnalæknir telur ráðlegt; ef hann mælir með hundrað sprautum skal ég taka hundrað sprautur. Áhættumatið er mjög einfalt í mínum huga. Þessi sjúkdómur fer mjög illa með sum okkar í mjög langan tíma, jafnvel ef við verðum ekki einu sinni það veik vikurnar eftir smit. Spurningin um hvort ég ætti að sætta mig við tvær eða þrjár er bara ekki einu sinni spurning í mínum huga. Að sjálfsögðu þigg ég þriðju sprautuna ef hún býðst. Að sjálfsögðu. En að lokum þetta; það er svolítið um að fólk segi eitthvað á borð við „okkur var sagt að [eitthvað sem gerðist ekki]“. Það er einfaldlega ekki rétt, að okkur hafi verið sagt neitt um þennan faraldur af fullkominni vissu. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að næsta sprauta dugi. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að veiran stökkbreytist ekki þannig að hún ráði við gömlu mótefnin. Við erum að eiga við náttúruöfl sem við hvorki stjórnum né þekkjum til hlítar. Það þýðir ekkert að leggja þá ábyrgð á sóttvarnalækni eða heilbrigðisyfirvöld, að þau þekki framtíðina með fullkominni vissu, eða geti lofað okkur einhverjum skotheldum leiðum. Enda hafa þau aldrei nokkurn tíma þóst geta það. Þau munu, eðlilega, halda áfram að skipta um skoðanir eftir því sem ný gögn og ný reynsla koma fram. Enda fagfólk sem byggir ráðgjöf sína á vísindalegri aðferð, sem er - þrátt fyrir allt - það besta sem við höfum. Þessu hendi ég bara út ykkur til umhugsunar. Það er ekki ásetningur minn að höfða til skyldurækni ykkar, heldur til persónulegrar, einstaklingsbundinnar dómgreindar. Höfundur er fráfarandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Hrafn Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Ég skal taka örvunarskammti af bólusetningu ef mér býðst hún. Ekki vegna þess að ég telji bólusetningar vera eina læknisfræðilega inngripið sem hafi engar mögulegar aukaverkanir (enda slík ekki til, nema þau sem hafa engin áhrif yfirhöfuð), og ekki heldur vegna þess að ég telji að það sé búið að rannsaka umfram allan vafa að því fylgi engin hætta. Að mér vitandi hefur það hvorki verið leyndarmál, né hneyksli, að nýjum bóluefnum fylgi ákveðin áhætta. Þess vegna skil ég ekki alveg málflutning „samsæriskenninga“-smiða, sem láta alltaf eins og þetta séu einhverjar sláandi fréttir. Að sjálfsögðu fylgir þessu áhætta. Í læknisfræði er stanslaust, ævarandi og eilíft mat milli mismunandi tegunda af áhættu. Að gefa pensillín felur í sér mat á áhættu þess að nota lyfið gegn áhættunni af því að vera veikur. Hið sama gildir um hálskirtlatökur og öll önnur læknisfræðileg inngrip, þar á meðal bóluefni. Stundum er áhættumatið auðvelt og stundum er það erfitt. Í tilfelli bóluefna gegn COVID-19 og COVID-19 sjálfs hinsvegar, er áhættumatið einfalt ef ekki er fyrir undirliggjandi sjúkdóma, sérstakar aðstæður eða eitthvað slíkt. Það sem fólk þarf að átta sig á í þessu áhættumati, er að það eru tvær áhættur sem þarf að bera saman, ekki bara ein sem þarf að meta. Því miður er mikið af fólki sem metur bara spurninguna hvort það sé áhætta af bóluefnum yfirhöfuð; af eða á. Það eru mikil mistök að líta þannig á, vegna þess að eini tilgangur bóluefnisins er að draga úr annarri áhættu; þeim sem fylgja því að fá COVID-19. Ég hef fengið COVID-19, og skal spara ykkur bölmóðinn yfir þeim andskota. Valið í mínum huga er mjög einfalt. Hætturnar af bóluefnunum eru varla umhugsunar virði við hliðina á hættuna af sjúkdómnum COVID-19. Gerum smá hugartilraun. Segjum að það sem er í dag mögulegar hliðarverkanir bóluefnanna væru sjúkdómurinn, en einkenni COVID-19 væru þekktar hliðarverkanir bóluefnis. Mynduð þið taka það bóluefni? Ekki myndi ég gera það, og það væri ekki einu sinni stungið upp á því, af þeirri einföldu ástæðu að annað er svo augljóslega, svo miklu, miklu, miklu verra en hitt; og það sem er verra, er helvítis sjúkdómurinn COVID-19. Enda er það engin tilviljun að fólk sem er hvað mest á móti bólusetningu gegn COVID-19, er sama fólkið og gerir lítið úr alvarleika faraldursins og einkennum COVID-19. Það er vegna þess að þetta áhættumat fer í klessu ef það er forsendan, og fólk fer að líta einungis á áhættuna af bóluefnunum og bera mögulega hliðarverkanir saman við „enga áhættu“. Nú get ég auðvitað ekki sannað fyrir ykkur að COVID-19 sé til og sé alvarlegur sjúkdómur. En ég þekki hann á eigin skinni. Og með þá reynslu í farteskinu skal ég segja ykkur að það er alger no-brainer fyrir mig að taka allar þær örvunarsprautur sem bjóðast. Ég skal taka þær tíu sinnum ef sóttvarnalæknir telur það til bóta. Nei, vitiði, ég skal bara taka hana eins oft og sóttvarnalæknir telur ráðlegt; ef hann mælir með hundrað sprautum skal ég taka hundrað sprautur. Áhættumatið er mjög einfalt í mínum huga. Þessi sjúkdómur fer mjög illa með sum okkar í mjög langan tíma, jafnvel ef við verðum ekki einu sinni það veik vikurnar eftir smit. Spurningin um hvort ég ætti að sætta mig við tvær eða þrjár er bara ekki einu sinni spurning í mínum huga. Að sjálfsögðu þigg ég þriðju sprautuna ef hún býðst. Að sjálfsögðu. En að lokum þetta; það er svolítið um að fólk segi eitthvað á borð við „okkur var sagt að [eitthvað sem gerðist ekki]“. Það er einfaldlega ekki rétt, að okkur hafi verið sagt neitt um þennan faraldur af fullkominni vissu. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að næsta sprauta dugi. Það var aldrei, og verður aldrei öruggt, að veiran stökkbreytist ekki þannig að hún ráði við gömlu mótefnin. Við erum að eiga við náttúruöfl sem við hvorki stjórnum né þekkjum til hlítar. Það þýðir ekkert að leggja þá ábyrgð á sóttvarnalækni eða heilbrigðisyfirvöld, að þau þekki framtíðina með fullkominni vissu, eða geti lofað okkur einhverjum skotheldum leiðum. Enda hafa þau aldrei nokkurn tíma þóst geta það. Þau munu, eðlilega, halda áfram að skipta um skoðanir eftir því sem ný gögn og ný reynsla koma fram. Enda fagfólk sem byggir ráðgjöf sína á vísindalegri aðferð, sem er - þrátt fyrir allt - það besta sem við höfum. Þessu hendi ég bara út ykkur til umhugsunar. Það er ekki ásetningur minn að höfða til skyldurækni ykkar, heldur til persónulegrar, einstaklingsbundinnar dómgreindar. Höfundur er fráfarandi þingmaður Pírata.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar