„Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 11. nóvember 2021 12:10 Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk kaupi ekki óþarfa hluti. Stærsti netverslunardagur heims er nú genginn í garð en dagurinn nýtur sífellt meiri vinsælda með hverju ári sem líður hér á Íslandi. Verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hjá Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, segir mikilvægt að fólk sé meðvitað þegar kemur að neyslu sinni til að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið. Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
Dagur einhleypra, eða Singles day eins og hann kallast úti í heim, verður til umfjöllunar á hádegisfundi í Norræna húsinu í dag. Dagurinn er nú orðinn einn stærsti verslunardagur í heimi vegna fjölda tilboða sem fólk nýtir sér. Karen Björk Eyþórsdóttir, verkefnastjóri sjálfbærnimælikvarða hja Reykjavíkurborg og ein af Loftslagsleiðtogum 2021, stýrir fundinum en þar verður áhersla lögð á sjálfbæran lífstíl á þessum stóra degi, sem og aðra daga. „Við fáum til dæmis góða gesti úr atvinnulífinu sem tengjast lausnum sem að geta hjálpað okkur að tileinka okkur sjálfbærari lífstíl og taka umhverfisvænni ákvarðanir,“ segir Karen. „Við ætlum líka að kasta boltanum út í heim og tala við ungt fólk sem ætlar til dæmis að segja okkur hvað er búið að vera í gangi á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, eða COP26, sem er búin að vera í gangi núna undanfarnar tvær vikur og klárast á morgun.“ Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Glasgow í ár, er talin ein mikilvægasta loftslagsráðstefna áratugarins en ljóst er að grípa þurfi til alvarlegra aðgerða til að takmarka hlýnun jarðar. Karen bendir á að tólfta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem snýr að ábyrgri neyslu og framleiðslu, sé ein stærsta áskorunin sem Norðurlöndin standa frammi fyrir. „Við erum að stofna til þessara fundar til þess að verða meðvitaðri um það hvernig við neytum og læra hvernig við getum dregið úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með neyslunni okkar,“ segir Karen. Dagur einhleypra vex gríðarlega frá ári til árs hérna á Íslandi líkt og annars staðar og segir Karen að nú þurfi fólk að huga alvarlega að því hvernig neysla þeirra er, ef halda á hlýnun jarðar undir einni og hálfri gráðu. Þannig er mikilvægt að fólk kaupi ekki hluti sem það þarfnast ekki og vera meðvituð um hvaðan varan kemur. „Samfélagið segir okkur endalaust dag frá degi að við verðum að kaupa þetta og hitt til að vera hamingjusöm,“ segir Karen. „Þetta er eitthvað sem maður þarf stöðugt að vera meðvitaður um og vera bara samkvæmur sjálfum sér. Ekki kaupa hluti til þess að fylla út í eitthvað hjá sjálfum sér heldur bara fara bara inn á við og finna friðinn inn í sér, þurfa ekki að kaupa hann frá sér.“ Hægt er að horfa á fundinn í beinu streymi hér fyrir neðan en tveir aðrir viðburðir verða síðar um daginn í Norræna húsinu sem einnig tengjast umhverfismálum. Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni kl. 16 og sýning umhverfisverndarsamtakana SEEDS á kvikmyndinni The Recycling Myth kl. 18.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Verslun Umhverfismál Tengdar fréttir „Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Sjá meira
„Ekki nægjanlega góður árangur, bara alls ekki“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þau loforð sem gefin hafi verið á loftslagsráðstefnu í Sameinuðu þjóðanna séu ekki nægjanleg til að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum á næstu áratugum. 10. nóvember 2021 22:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Þúsundir mótmæla aðgerðaleysi á COP26 Þúsundir mótmælenda gengu fylktu liði um götur Glasgow í dag til að krefjast sterkari aðgerða í loftslagsmálum, en Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, fer fram þar í borg þessa dagana. 6. nóvember 2021 15:20