Morgunhanar fá eitthvaðð fyrir sinn snúð en nú klukkan 06:00 hófst útsending frá Women’s Amateur Asia-Pacific Championship á Stöð 2 Golf.
Golfið heldur svo áfram á sömu rás klukkan 10:55 þegar Aramco Team Series - Jeddah er á dagskrá, en það er hluti af LET-mótaröðinni.
Klukkan 17:50 hefst útsending frá Kópavogi þar sem að nýliðar HK taka á móti Selfyssingum í Olís-deild karla á Stöð 2 Sport 4.
Tíu mínútum síðar, eða klukkan 18:00, hefst útsending frá Hlíðarenda þar sem Valskonur taka á móti ÍBV í Olís-deild kvenna á Stöð 2 Sport. Það er svo algjör óþarfi að skipta um rás að þeim leik loknum því klukkan 20:15 hefst útsending frá leik Vals og FH í Olís-deild karla.