Bátur dagsins er allur Eiður Þór Árnason skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Breytingar hafa verið gerðar á matseðli Subway. Getty/Justin Sullivan Bátur dagsins á Subway heyrir nú sögunni til og ekki er lengur hægt að kaupa stakan bát dagsins á sérstöku tilboðsverði. Þess í stað býður samlokurisinn nú upp á svokallaða máltíð dagsins sem inniheldur bát ásamt gosi og meðlæti. Sverrir Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að breytingin sé hluti af áframhaldandi þróun á vöruframboði skyndibitakeðjunnar. Stutt er frá því að Domino‘s hækkaði verð á sínu víðfræga þriðjudagstilboði en Sverrir segir að þessi breyting sé ekki gerð til að bregðast við kostnaðarhækkunum. „Það hafa verið einhverjar verðbreytingar í gangi til að bregðast við verðhækkunum í umhverfinu en þetta var fyrst og fremst gert til þess að koma með betri vöru. Við erum alveg klár á því að það gerist eiginlega ekki betra en þúsund kall fyrir máltíð.“ Þúsaldartilboð í nýjum búningi Með breytingunni verður ekki lengur hægt að kaupa stakan sex tommu bát dagsins á 699 krónur eða tólf tommu á 1.169 krónur. Þess í stað borga viðskiptavinir 999 eða 1.399 krónur og fá þess í stað miðstærð af gosi og smáköku eða snakkpoka. Áður var bauð Subway upp á svonefnt Þúsaldartilboð sem innihélt bát dagsins, gos og meðlæti á 1.100 og 1.500 krónur og má því segja að skyndibitakeðjan hafi lækkað verðið á því tilboði. Sverrir bendir á að reglulega hafi verið gerðar breytingar á vöruframboði þessarar næststærstu skyndibitakeðju landsins og til að mynda hafi bátur dagsins eitt sinn verið bátur vikunnar og þar áður bátur mánaðarins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hagsýnir neytendur geti síðar fengið stakan bát dagsins á ný. Matur Verðlag Neytendur Veitingastaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Sverrir Berg Steinarsson, framkvæmdastjóri Subway á Íslandi, segir að breytingin sé hluti af áframhaldandi þróun á vöruframboði skyndibitakeðjunnar. Stutt er frá því að Domino‘s hækkaði verð á sínu víðfræga þriðjudagstilboði en Sverrir segir að þessi breyting sé ekki gerð til að bregðast við kostnaðarhækkunum. „Það hafa verið einhverjar verðbreytingar í gangi til að bregðast við verðhækkunum í umhverfinu en þetta var fyrst og fremst gert til þess að koma með betri vöru. Við erum alveg klár á því að það gerist eiginlega ekki betra en þúsund kall fyrir máltíð.“ Þúsaldartilboð í nýjum búningi Með breytingunni verður ekki lengur hægt að kaupa stakan sex tommu bát dagsins á 699 krónur eða tólf tommu á 1.169 krónur. Þess í stað borga viðskiptavinir 999 eða 1.399 krónur og fá þess í stað miðstærð af gosi og smáköku eða snakkpoka. Áður var bauð Subway upp á svonefnt Þúsaldartilboð sem innihélt bát dagsins, gos og meðlæti á 1.100 og 1.500 krónur og má því segja að skyndibitakeðjan hafi lækkað verðið á því tilboði. Sverrir bendir á að reglulega hafi verið gerðar breytingar á vöruframboði þessarar næststærstu skyndibitakeðju landsins og til að mynda hafi bátur dagsins eitt sinn verið bátur vikunnar og þar áður bátur mánaðarins. Ekki sé loku fyrir það skotið að hagsýnir neytendur geti síðar fengið stakan bát dagsins á ný.
Matur Verðlag Neytendur Veitingastaðir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira