Ósammála Sólveigu og Viðari: „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 15:49 Drífa og Sólveig Anna þegar Lífskjarasamningurinn var kynntur í apríl 2019. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins (ASÍ), segir að slá beri skjaldborg um trúnaðarmenn. Hún geti ekki tekið undir gagnrýni fráfarandi forystufólks Eflingar í garð trúnaðarmanna skrifstofu félagsins og telur þá hafa verið að sinna sínum skyldum. „Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“ Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
„Sólveig má eiga það sem hún á. Hún hefur verið afskaplega góður málsvari kvenna og láglaunafólks en hins vegar er það þannig að starfsfólks stéttarfélaga vinnur afskaplega mikilvægt starf og trúnaðarmenn líka og það ber að slá skjaldborg um trúnaðarmenn," segir Drífa í samtali við fréttastofu spurð út í gagnrýni sem trúnaðarmenn Eflingar hafa orðið fyrir af hálfu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sem sagði af sér sem formaður Eflingar og Viðars Þorsteinssonar, sem sagði upp sem framkvæmdastjóri félagsins í kjölfarið. Viðar sagði við Vísi í síðustu viku að framganga trúnaðarmannanna hefði verið óverjandi þegar þeir sendu stjórnendum félagsins ályktun þar sem kvörtunum starfsfólks vinnustaðarins í garð stjórnendanna var komið á framfæri. Viðar lýsti þessu svo: „Ég tel að það að trúnaðarmenn fari fram með þeim hætti sem þarna var gert sé algjörlega óverjandi. Og ég myndi, sem fulltrúi stéttarfélags, aldrei hvetja trúnaðarmenn til þess undir nokkrum kringumstæðum að setja niður á blað grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur sínum vinnufélögum." Voru að sinna sínum skyldum Drífa lítur ekki eins á málið: „Þeirra hlutverk er að miðla upplýsingum á milli yfirstjórnar og starfsfólks,“ segir hún. Þannig finnst þér þetta hafa verið óvægin orðræða í garð trúnaðarmannanna? „Trúnaðarmennirnir voru að sinna sínum skyldum að bera á milli óánægju starfsfólks til stjórnenda. Ég lít þannig á það.“
Kjaramál Ólga innan Eflingar Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira