Nýtur þess að spila með besta vini sínum hjá einu stærsta félagi Norðurlandanna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2021 09:00 Hákon Arnar Haraldsson hefur stimplað sig inn í lið FC Kaupmannahafnar að undanförnu. getty/Lars Ronbog Ísak Bergmann Jóhannesson nýtur þess að spila með jafnaldra sínum frá Akranesi, Hákoni Arnari Haraldssyni, hjá FC Kaupmannahöfn. Hann segir að hann eigi erindi í A-landsliðið. Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni. Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Hákon hefur verið í byrjunarliði FCK í síðustu tveimur leikjum liðsins í dönsku úrvalsdeildinni. Í fyrsta byrjunarliðsleiknum, gegn Vejle, skoraði hann laglegt skallamark. Ísak þekkir Hákon betur en flestir en þeir eru jafnaldrar, fæddir 2003, af Skaganum. Þeir voru samherjar í yngri flokkum ÍA og núna hjá FCK, einu stærsta félagsliði Norðurlandanna. „Hann hefur komið inn með kraft og er mjög orkumikill þegar hann spilar. Hann var flottur í fyrsta leiknum sínum og skoraði geðveikt mark. Ég hef séð hversu góður hann er síðan við vorum tíu ára. Við spiluðum saman upp alla yngri flokkana í ÍA og að spila saman í FCK núna eru forréttindi,“ sagði Ísak á blaðamannafundi KSÍ í gær. „Við erum bestu vinir. Við búum á móti hvor öðrum uppi á Skaga og erum núna saman í FCK í dönsku úrvalsdeildinni. Vonandi getum við byrjað leik saman á næstunni. Það yrði draumur.“ Ísak er á sínum stað í A-landsliðinu en Hákon var valinn í U-21 árs landsliðið sem mætir Liechtenstein og Grikklandi í undankeppni EM í þessum mánuði. Ísak segir að Hákon hafi allt eins átt heima í A-landsliðinu. „Algjörlega, hann hefur hæfileikana og allt til að vera í A-landsliðinu finnst mér. Hugarfarið er líka upp á tíu. Það er engin spurning að Hákon hefur gæði og hugarfar til að vera í A-landsliðinu. Svo er það bara þjálfarans að velja,“ sagði Ísak. Hann getur leikið sinn níunda A-landsleik þegar Ísland mætir Rúmeníu í Búkarest í undankeppni HM annað kvöld. Á sunnudaginn mætir Ísland svo Norður-Makedóníu í Skopje í síðasta leik sínum í undankeppninni.
Danski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki