Sveindís Jane Jónsdóttir og Sif Atladóttir voru í byrjunarliði Kristianstad sem sóttu Pitea heim í dag.
Kristianstad komst yfir snemma leiks en Pitea voru fljótar að jafna metin og mikil spenna í loftinu enda þurfti Kristianstad á sigri að halda til að tryggja þriðja sæti deildarinnar.
Elsa Edgren skoraði á 67.mínútu og reyndist það sigurmark leiksins. 1-2 sigur Kristianstad staðreynd og Meistaradeildarsætið þar með tryggt þar sem Eskilstuna vann sinn leik með aðeins einu marki og Kristianstad því með betri markatölu en Eskilstuna.
Er þetta annað árið í röð sem Kristianstad nær Meistaradeildarsæti sem er mikið afrek miðað við stærð félagsins.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn fyrir Rosengard sem kórónaði gott tímabil með 0-2 sigri á Djurgarden en Rosengard hafði þegar tryggt sér meistaratitilinn fyrir lokaumferðina.'
Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn fyrir AEK í 2-0 tapi. Diljá Ýr Zomers spilaði hálftíma í 2-3 tapi Hacken gegn Eskilstuna en Hacken er einnig á leið í Meistaradeild Evrópu eftir að hafa hafnað í 2.sæti.
Berglind Rós Ágústsdóttir fór meidd af velli snemma leiks í stórtapi Örebro og Hlín Eiríksdóttir fór einnig snemma meidd af velli hjá Pitea gegn Kristianstad.
Andrea Mist Pálsdóttir kom inn af bekknum í tapi Vaxjö gegn Hammarby.