Bjarki Már fór yfir hvað Xavi kemur með til Barcelona: „Ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. nóvember 2021 07:00 Bjarki Már þekkir þjálfarann Xavi ágætlega. Vísir/Samsett Bjarki Már Ólafsson, leikgreinandi og þjálfari hjá Al Arabi í Katar, ræddi við Sky Sports um það sem þjálfarinn Xavi hefur fram að færa. Sá tók við stjórn uppeldisfélags síns Barcelona í gær og er búist við miklu af þessum 41 árs gamla Katalóna. Xavi hefur undanfarið stýrt nær óstöðvandi liði Al Sadd í Katar en nú er komið að því að snúa heim. Eftir hörmulegt gengi fékk Hollendingurinn Ronald Koeman sparkið og á Xavi að koma Barcelona aftur í hæstu hæðir. Til að komast að því hvernig þjálfari Xavi er var rætt við Bjarka Má sem veitti ákveðna innsýn í hvernig Xavi er á hliðarlínunni og æfingasvæðinu. „Ég hef verið að skoða og greina Al Sadd síðan hann tók við. Ég hef eytt fjölda klukkustunda í að horfa á lið hans spila og greina leikstílinn. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vinnunni sem hann hefur lagt á sig síðan hann kom hingað. Fólk áttar sig ekki á vinnunni sem hann hefur unnið með Al Sadd,“ sagði Bjarki Már í viðtali við Sky Sports. Xavi Hernandez has been identified as the man to bring the good times back to Barcelona, but what sort of coach is he? Al Arabi match analyst Bjarki Mar Olafsson provides the tactical insight into what the Barca legend has been doing at Al Sadd — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2021 „Það er ákveðin einföldun að tala eingöngu um Barcelona og tiki-taka fótbolta af því það sem hann er að gera er mjög spennandi. Hann er með nýstárlega nálgun er kemur að leikstíl.“ Mikil breyting á skömmum tíma Xavi hefur breytt leikstíl og hugmyndafræði félagsins frá því hann kom til félagsins árið 2015. Þar var hann í fjögur ár sem leikmaður áður en hann tók við sem þjálfari. „Ég myndi ekki segja að þeir hafi verið lið sem varðist í lágri blokk en þeir voru lið sem treysti á einstaklingsgæði til að vinna leiki. Eftir að hann tók við snerist allt um liðsheildina. Hann er með bestu leikmennina en hann fær þá til að spila fyrir liðið, bæði í vörn og sókn. Xavi nær því besta fyrir liðið út úr hverjum einasta þeirra.“ „Al Sadd hefur farið úr því að vera sterkt lið í að vera ógnarsterkt lið,“ sagði Bjarki Már en Al Sadd fór taplaust í gegnum deildina á síðustu leiktíð ásamt því að vinna báðar bikarkeppnirnar. Vilja halda boltanum en einnig tæta mótherja sína í sundur „Það snýst ekki allt um að halda boltanum. Leikstíll þeirra snýst um að hafa völd á öllu sem gerist á vellinum, í öllum aðstæðum. Þegar þeir eru ekki með boltann þá pressa þeir hátt og af miklum ákafa. Þeir vilja hafa boltann öllum stundum. Það snýst þó ekki að um að halda boltanum út í hið óendanlega heldur vilja þeir rífa andstæðinga sína í sig.“ „Leikstíll Xavi er eins og straumhörð á, ef þú setur grjót í ánna þá finnur vatnið leið í kringum grjótið. Þannig spilar liðið hans Xavi. Það er ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn.“ Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Þá fær Xavi hrós frá Bjarka Má fyrir meðhöndlun sína á hópnum – sem er án efa sá langsterkasti í deildinni. Ásamt því að vera með Santi Cazorla og Andre Ayew þá inniheldur leikmannahópurinn 12 landsliðsmenn Katar. „Hæfileikar þjálfara maður á mann koma bersýnilega í ljós þegar þú ert með lið sem er fullt af stjörnum. Xavi hefur séð til þess að allir eru að róa í sömu átt, það var eitthvað sem ég efaðist um að myndi ganga í upphafi.“ Breytti um leikkerfi til að fá enn meira út úr leikmönnum sínum „Þegar þú spilar við Xavi-lið þá veistu við hverju má búast. Þú veist hverjar hreyfingarnar verða, hvað liðið mun gera á vinstri vængnum sem og þeim hægri, hvernig þeir staðsetja sig í uppspili. Ég gæti útskýrt alla fasa leiksins hjá liðinu hans Xavi, áherslurnar eru svo skýrar. Jafnvel þó menn skipti um stöður þá vita allir hvað er ætlast til af þeim.“ „Liðið hans vill vinna boltann til baka eins fljótt og auðið er svo það eru lykil augnablik. Þú þarft að komast í gegnum pressuna. Það er það sama þegar þú missir boltann, þú þarft að vera skipulagður því Xavi er svo skipulagður í glundroðanum. Þegar leikurinn er í óreiðu á vinnur liðið hans í níu skipti af hverjum tíu.“ „Það hefur einnig orðið breyting á leikskipulagi. Þegar Xavi tók fyrst við þá spilaði hann eingöngu 4-3-3 en hann var ekki ánægður. Hann taldi að sóknarmenn liðsins myndu nýtast betur í 3-4-3 leikkerfi en með sömu áherslur,“ sagði Bjarki Már áður en hann spáði því að allir í Katar myndu fylgjast spenntir með þróun ferils Xavi hjá Barcelona. Fótbolti Spænski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Xavi hefur undanfarið stýrt nær óstöðvandi liði Al Sadd í Katar en nú er komið að því að snúa heim. Eftir hörmulegt gengi fékk Hollendingurinn Ronald Koeman sparkið og á Xavi að koma Barcelona aftur í hæstu hæðir. Til að komast að því hvernig þjálfari Xavi er var rætt við Bjarka Má sem veitti ákveðna innsýn í hvernig Xavi er á hliðarlínunni og æfingasvæðinu. „Ég hef verið að skoða og greina Al Sadd síðan hann tók við. Ég hef eytt fjölda klukkustunda í að horfa á lið hans spila og greina leikstílinn. Það hefur verið áhugavert að fylgjast með vinnunni sem hann hefur lagt á sig síðan hann kom hingað. Fólk áttar sig ekki á vinnunni sem hann hefur unnið með Al Sadd,“ sagði Bjarki Már í viðtali við Sky Sports. Xavi Hernandez has been identified as the man to bring the good times back to Barcelona, but what sort of coach is he? Al Arabi match analyst Bjarki Mar Olafsson provides the tactical insight into what the Barca legend has been doing at Al Sadd — Sky Sports (@SkySports) November 5, 2021 „Það er ákveðin einföldun að tala eingöngu um Barcelona og tiki-taka fótbolta af því það sem hann er að gera er mjög spennandi. Hann er með nýstárlega nálgun er kemur að leikstíl.“ Mikil breyting á skömmum tíma Xavi hefur breytt leikstíl og hugmyndafræði félagsins frá því hann kom til félagsins árið 2015. Þar var hann í fjögur ár sem leikmaður áður en hann tók við sem þjálfari. „Ég myndi ekki segja að þeir hafi verið lið sem varðist í lágri blokk en þeir voru lið sem treysti á einstaklingsgæði til að vinna leiki. Eftir að hann tók við snerist allt um liðsheildina. Hann er með bestu leikmennina en hann fær þá til að spila fyrir liðið, bæði í vörn og sókn. Xavi nær því besta fyrir liðið út úr hverjum einasta þeirra.“ „Al Sadd hefur farið úr því að vera sterkt lið í að vera ógnarsterkt lið,“ sagði Bjarki Már en Al Sadd fór taplaust í gegnum deildina á síðustu leiktíð ásamt því að vinna báðar bikarkeppnirnar. Vilja halda boltanum en einnig tæta mótherja sína í sundur „Það snýst ekki allt um að halda boltanum. Leikstíll þeirra snýst um að hafa völd á öllu sem gerist á vellinum, í öllum aðstæðum. Þegar þeir eru ekki með boltann þá pressa þeir hátt og af miklum ákafa. Þeir vilja hafa boltann öllum stundum. Það snýst þó ekki að um að halda boltanum út í hið óendanlega heldur vilja þeir rífa andstæðinga sína í sig.“ „Leikstíll Xavi er eins og straumhörð á, ef þú setur grjót í ánna þá finnur vatnið leið í kringum grjótið. Þannig spilar liðið hans Xavi. Það er ekki nóg að vinna 1-0, það á að jarða andstæðinginn.“ Prinsinn hefur talað Gleymdir the dark side. En kannski kemur hún ekki í ljós — Freyr Alexandersson (@freyrale) November 5, 2021 Þá fær Xavi hrós frá Bjarka Má fyrir meðhöndlun sína á hópnum – sem er án efa sá langsterkasti í deildinni. Ásamt því að vera með Santi Cazorla og Andre Ayew þá inniheldur leikmannahópurinn 12 landsliðsmenn Katar. „Hæfileikar þjálfara maður á mann koma bersýnilega í ljós þegar þú ert með lið sem er fullt af stjörnum. Xavi hefur séð til þess að allir eru að róa í sömu átt, það var eitthvað sem ég efaðist um að myndi ganga í upphafi.“ Breytti um leikkerfi til að fá enn meira út úr leikmönnum sínum „Þegar þú spilar við Xavi-lið þá veistu við hverju má búast. Þú veist hverjar hreyfingarnar verða, hvað liðið mun gera á vinstri vængnum sem og þeim hægri, hvernig þeir staðsetja sig í uppspili. Ég gæti útskýrt alla fasa leiksins hjá liðinu hans Xavi, áherslurnar eru svo skýrar. Jafnvel þó menn skipti um stöður þá vita allir hvað er ætlast til af þeim.“ „Liðið hans vill vinna boltann til baka eins fljótt og auðið er svo það eru lykil augnablik. Þú þarft að komast í gegnum pressuna. Það er það sama þegar þú missir boltann, þú þarft að vera skipulagður því Xavi er svo skipulagður í glundroðanum. Þegar leikurinn er í óreiðu á vinnur liðið hans í níu skipti af hverjum tíu.“ „Það hefur einnig orðið breyting á leikskipulagi. Þegar Xavi tók fyrst við þá spilaði hann eingöngu 4-3-3 en hann var ekki ánægður. Hann taldi að sóknarmenn liðsins myndu nýtast betur í 3-4-3 leikkerfi en með sömu áherslur,“ sagði Bjarki Már áður en hann spáði því að allir í Katar myndu fylgjast spenntir með þróun ferils Xavi hjá Barcelona.
Fótbolti Spænski boltinn Katarski boltinn Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira