Hægt að efast um að öll atkvæðin hafi verið endurtalin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 20:01 Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa og Landskjörstjórn funda á nefndarsviði Alþingi Vísir/Vilhelm Draga má í efa að öll atkvæði hafi verið talin í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi samkvæmt rakningu undirbúningskjörbréfanefndar á málsatvikum. Yfirkjörstjórn hafði talið atkvæði nokkurra listabókstafa áður en talningarfólk mætti til endurtalningar. Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Fréttastofa hefur undir höndum svokallaða málavaxtalýsingu á talningu og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi sem undirbúningskjörbréfanefnd sendi út í gærkvöldi til allra þeirra sem mætt hafa fyrir nefndina. Þar er fulltrúum yfirkjörstjórnar, talningarfólki, starfsfólki Hótels Borgarness, Lögreglustjóranum á Vesturlandi og fleiri gefið færi á að lesa yfir og koma með ábendingar ef eitthvað er rangt eftir haft. Fjölmargar athugasemdir við talningu og meðferð kjörgagna koma fram í lýsingunni. Fjölmargir höfðu lykla Fram kemur að allnokkrir starfsmenn hafi haft lykla að dyrum inn í salinn þar sem kjörgögn voru eða höfðu aðgang að lyklum salarins. Þá sýni engin eftirlitsmyndavél svæðið þar sem yfirkjörstjórn athafnaði sig og kjörgögn voru geymd á meðan fundarfrestun yfirkjörstjórnar stóð yfir. Fram kemur að á því tímabili sem yfirkjörstjórn var fjarverandi gengu fjórir starfsmenn hótelsins um fremri salinn en þegar fólkið hverfur úr mynd kemur til álita að það hafi farið inn í talningarsalinn eða staðið við inngang í talningarsalinn. Ekki annað hægt en endurtelja Fram kemur að ákveðið hafi verið að endurtelja atkvæðin vegna ábendinga Landskjörsstjórnar um að einhver atkvæði stemmdu ekki. Þá kemur fram að mannleg mistök hafi valdið því að níu atkvæði hefði ranglega lent í atkvæðabunka C lista. Fleiri atkvæði fundust við endurtalningu eða voru mistalin en þess er oft getið í málavaxtalýsingunni. Með hliðsjón af þessu taldi yfirkjörstjórn ekki annað fært en að endurtelja öll atkvæði Loks segir kona sem starfaði við talninguna að yfirkjörstjórn hafi byrjað að telja nokkra listabókstafi áður en hún kom á svæðið. Aðspurð segist hún hafa viljað ð fá að telja öll atkvæðin og hefði gert athugasemd við oddvita yfirkjörstjórnar hefði hún vitað að hann ætlaði að byrja talninguna áður en hún mætti á staðinn. Samkvæmt þessu má draga í efa að öll atkvæði hafi verið talinn í endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi.
Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34 Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Inga Sæland: Málin fari að skýrast í kringum helgina Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og fulltrúi í undirbúningskjörbréfanefnd, segir að það ætti að skýrast öðru hvoru megin við helgina hvenær nefndin gæti farið að ljúka störfum en þetta kom fram í máli hennar í Reykjavík Síðdegis í dag. 2. nóvember 2021 18:34
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41