Sport

Dag­skráin í dag: Stór­leikur í Safa­mýri, sú elsta og virtasta á­samt körfu­bolta, golfi og raf­í­þróttum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Kristianstad geta enn náð Meistaradeildarsæti.
Sveindís Jane Jónsdóttir og stöllur í Kristianstad geta enn náð Meistaradeildarsæti. Instagram/@sveindisss

Það er langur laugardagur framundan á rásum Stöðvar 2 Sport.

Stöð 2 Sport

Klukkan 13.50 er leikur Hauka og ÍBV í Olís-deild kvenna í handbolta á dagskrá. Klukkan 15.45 er stórleikur Fram og Vals á dagskrá í sömu deild.

Stöð 2 Sport 2

Íslendingaslagur Piteå og Kristianstad í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar er á dagskrá klukkan 12.55. Kristianstad á enn möguleika á að enda í Meistaradeildarsæti.

Klukkan 14.55 hefst útsending frá þeirri elstu og virtustu, FA bikarnum. Verðum við með leik Portsmouth og Harrow Borough á dagskrá.

Klukkan 17.25 er komið að heiðarleikanum í ensku B-deildinni þegar Blackpool tekur á móti Queens Park Rangers.

Klukkan 21.00 er komið að leik Denver Nuggets og Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 19.35 taka Martin Hermannsson og félagar í Valencia á móti Joventut Badalona í ACB-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 10.00 er Aramco Saudi Ladies International-mótið á dagskrá. Mótið er hluti af LET-mótaröðinni.

Stöð 2 E-Sport

Klukkan 12.00 hefst útsending frá Worlds 2021 sem fram fer í Laugardalshöll. Klukkan 15.30 hefst útsending frá PGL Major í Stokkhólmi á dagskrá en þar er keppt í Counter-Strike.

Stöð 2 Golf

Klukkan 12.30 er Portugal Masters á dagskrá. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×