Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 15:17 Halldór Kristmannsson hefur nú sett höll sína í Garðabæ á sölu. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór að flytja búferlum til Sviss. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi. Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi.
Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?