Uppljóstrarinn Halldór selur höll sína í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 5. nóvember 2021 15:17 Halldór Kristmannsson hefur nú sett höll sína í Garðabæ á sölu. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór að flytja búferlum til Sviss. Halldór Kristmannsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Alvogen, hefur sett höll sína í Garðabæ á sölu. DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi. Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
DV greindi frá þessu en meðal annars sjá má húsið auglýst á fasteignavef Vísis. Um er að ræða 932 fermetra glæsihús, eitt hið stærsta landsins, sem á sínum tíma var hannað af dönsku arkítektastofunni Gassa. Gunnar Sverrir löggiltur fasteignasali hjá Remax segir að verðhugmyndir séu ekki fyrirliggjandi en uppgefið brunabótamat nemur 350.700.000 krónum. Ekkert er áhvílandi á eigninni. Húsið sem áður var eitt tákna fjármálahrunsins er nú orðin að einu glæsilegustu höll landsins. Má fastlega reikna með því að ef einhver getur mátað sig inn í höllina og veit ekki aura sinna tal, þá muni húsið fara á óheyrilegar fjárhæðir. En þar mun markaðurinn ráða.fasteignaljósmyndun Gunnar Sverrir segir húsið, sem steypt var 2008 en var svo fullklárað 2016, einstaklega vandað og á frábærum stað. Ekki verði birtar myndir af eigninni nema af húsinu utanverðu. En þeir sem sýna þessu húsi raunverulegan áhuga geta hitt Gunnar, fengið sér kaffi og skoðað möppu, myndir og teikningar af húsinu. Ef þeim líst vel á geta þeir fengið að skoða eignina. Þegar liggur fyrir mikill áhugi á eigninni, þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist. „Auðvitað vekur þetta athygli enda um einstaka eign að ræða.“ Húsið á sér sögu en eigandi þess, Halldór, lenti upp á kant við Róbert Wessmann, forstjóra Alvogen en Vísir hefur greint ítarlega frá þeim væringum öllum. Frásagnir uppljóstrara sem seinna kom á daginn að var Halldór sjálfur, af ófremdarástandi innan Alvogen, olli verulegu uppnámi fyrr á árinu. Höllina umræddu keypti Halldór árið 2014 þá ókláraða. Hafði Kjarninn eftir Halldóri að honum hafi boðist að kaupa húsið á mjög góðu verði, en að hann ætlaði að minnka það. Í frásögn DV kemur fram að það hafi í kjölfar efnahagshrunsins 2008 gengið undir nafninu „2007 martröðin.“ Íris Björk Jónsdóttir athafnakona keypti hús sem áður stóð á lóðinni árið 2006 fyrir 50 milljónir og lét rífa það. Íris seldi húsið auk teikninga á 70 milljónir. Sá kaupandi er ónefndur í umfjöllun DV en hann lýsti því seinna í Séð og heyrt að kaupin hafi reynst sér martröð í kjölfar hrunsins. Landsbankinn leysti til sín húsið óklárað. Bankinn setti húsið á sölum árið 2012 en það var þá verðlagt á 93 milljónir. Seinna var það lækkað niður í 69 milljónir og loks 60 milljónir. Það er svo af Landsbankanum sem Halldór keypti húsið en að sögn DV eru engin þinglýst gögn til um hvað Halldór greiddi fyrir húsið þá. Samkvæmt heimildum Vísis er Halldór fluttur búferlum til Sviss þó hann sé með annan fótinn á Íslandi.
Fasteignamarkaður Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Garðabær Hús og heimili Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent