Dómur þyngdur í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tveggja hrottafenginna árása Atli Ísleifsson skrifar 5. nóvember 2021 14:40 Þorlákur Fannar leigði kjallaraíbúð af konu og hafði búið þar í tvær vikur þegar hann réðst á hana vopnaður hnífi. Vísir/Vilhelm Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir Þorláki Fannari Albertssyni í sjö og hálfs árs fangelsi vegna tilraunar til manndráps, alvarlegrar líkamsárásar og frelsissviptingar á síðasta ári. Hann hafði í byrjun árs verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Önnur árásin var á leigusala hans í júní 2020, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl sama ár. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Auk sjö og hálfs árs fangelsisvistar var Þorlákur Fannar í Landsrétti dæmdur til að greiða konunni 4,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur og eina og hálfa milljón króna í bætur til hins brotaþolans. Fórnarlömbin í málunum tengdust ekki en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 34 ára , á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Árás á leigusala á Langholtsvegi Árásin á leigusala hans var gerð á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur Fannar leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl 2019. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða og lýsti brotaþoli því svo að Þorlákur hefði svo bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Dómur Landsréttar var kveðinn upp klukkan 14 í dag. Önnur árásin var á leigusala hans í júní 2020, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl sama ár. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Auk sjö og hálfs árs fangelsisvistar var Þorlákur Fannar í Landsrétti dæmdur til að greiða konunni 4,8 milljónir króna í skaða- og miskabætur og eina og hálfa milljón króna í bætur til hins brotaþolans. Fórnarlömbin í málunum tengdust ekki en málin voru flutt í framhaldi hvort af öðru í héraðsdómi. Þorlákur Fannar, sem er á 34 ára , á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Árás á leigusala á Langholtsvegi Árásin á leigusala hans var gerð á Langholtsvegi í Reykjavík. Þorlákur Fannar leigði íbúð af konunni í kjallara hússins og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Hin árásin og frelsissvipting sem Þorlákur var dæmdur fyrir var gegn félaga hans í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl 2019. Þeir félagarnir höfðu verið úti að borða og lýsti brotaþoli því svo að Þorlákur hefði svo bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring.
Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26 Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Sex og hálfs árs fangelsi fyrir tvær hrottalegar líkamsárásir Þorlákur Fannar Albertsson hefur verið dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps, alvarlega líkamsárás og frelsissviptingu á síðasta ári. Önnur árásin var á leigusala hans í júní, konu á fimmtugsaldri, en hin á félaga sinn á þrítugsaldri í apríl. Þorlákur bar fyrir sig að hafa verið í geðrofi þegar hann réðst á fólkið. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 8. janúar 2021 09:26
Maðurinn var stórhættulegur og kerfið brást Kona sem varð fyrir stórhættulegri hnífstunguárás að tilefnislausu á heimili sínu síðasta sumar af hálfu síbrotamanns telur kerfið hafa brugðist. Maðurinn hafi fengið að ganga laus þrátt fyrir að hafa stuttu áður framið alvarlega líkamsárás, frelsissviptingu og fjölda annarra brota. Hann var dæmdur í sex og hálfs árs fangelsi fyrir brotin í Héraðsdómi í dag. 8. janúar 2021 19:01