Telur ólíklegt að boðaðar aðgerðir skili miklum árangri Eiður Þór Árnason skrifar 5. nóvember 2021 14:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að boðaðar sóttvarnaaðgerðir muni skila miklum árangri. Þetta má lesa úr minnisblaði hans til heilbrigðisráðherra þar sem hann leggur fram þrjár tillögur að takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 500 manna fjöldatakmörkun tæki gildi frá og með næsta miðvikudegi og 1.500 leyft að koma saman á viðburðum gegn framvísun hraðprófs. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður jafnframt styttur um tvo klukkutímatíma og gert að loka klukkan ellefu. Þá tekur grímuskylda gildi nú á miðnætti þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra fjarlægð og á sitjandi viðburðum. Takmarkanirnar eru sambærilegar þeim sem tóku gildi þann 15. september síðastliðinn og giltu til 20. október. Þá voru fjöldamörk sömuleiðis miðuð við 500 manns en 1.500 á viðburðum, eins metra nándarmörk almennt í gildi en vínveitingastaðir opnir til miðnættis. Grímuskylda var einkum til staðar í almenningssamgöngum og starfsemi sem krafðist mikillar nándar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa farið bil beggja þegar hún tók ákvörðun byggða á tillögum sóttvarnalæknis.Vísir/Vilhelm Í minnisblaði sínu tekur Þórólfur saman áhrif þeirra ólíku takmarkana sem hafa verið í gildi frá því í seinni hluta júlí og segir að á gildistíma umræddar reglugerðar hafi daglegur fjöldi tilfella aukist úr um 20 í rúmlega 60. Á sama tíma hafi daglegur fjöldi inniliggjandi sjúklinga farið úr sex, þar af tveir á gjörgæsludeild, í átta með engan á gjörgæsludeild. Telur sóttvarnalæknir ólíklegt að þessar aðgerðir muni skila miklum árangri eins og staðan er núna. „Jafnvel má færa fyrir því rök að smitum muni halda áfram að fjölga ef þeim verður beitt,“ skrifar Þórólfur. 160 farið á sjúkrahús Í yfirstandandi bylgju faraldurins sem hófst um miðjan júlímánuð 2021 hafa tæplega 7.300 einstaklingar greinst með Covid-19, um 160 lagst inn á sjúkrahús, eða 2,2%, 33 lagst inn á gjörgæsludeild, 17 þurft á aðstoð öndunarvélar að halda, einn þurft að fara í hjarta- og lungnavél og fjórir látist. Um 60% þeirra sem greindust voru full bólusettir og um 50% þeirra sem lögðust inn á sjúkrahús og þurftu á gjörgæsluinnlögn að halda voru full bólusettir. Þórólfur segir hins vegar ljóst að áhætta á smiti hjá óbólusettum sé þreföld miðað við bólusetta, áhætta á innlögn vegna Covid-19 er fimmföld og áhætta á gjörgæsluinnlögn sexföld. „Af framangreindu er ljóst að afléttingar undanfarinna vikna hafa leitt til hraðrar útbreiðslu COVID-19 hér á landi með þeim afleiðingum að mikill fjöldi hefur veikst alvarlega og þurft á spítalainnlögn að halda. Þetta hefur gerst þrátt fyrir útbreidda bólusetningu gegn COVID-19. Þó að spítalakerfið á Íslandi sé ekki komið á neyðarstig á þessari stundu má telja sterkar líkur á að ef ekki verður brugðist við með takmörkunum innanlands þá mun ekki líða langur tími þar til að neyðarástand skapast í heilbrigðiskerfi landsins (sérstaklega spítalakerfinu) með ófyrirséðum afleiðingum. Bent skal á að innlögnum fjölgaði mun hraðar í 4. bylgju þar sem delta-afbrigðið var ráðandi heldur en í fyrri bylgjum.“ Tengd skjöl Minnisblad-innanlands04112021PDF864KBSækja skjal
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11 Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu. 5. nóvember 2021 11:11
Aldrei fleiri greinst smitaðir á einum sólarhring 167 greindust með kórónuveiruna innanlands hér á landi í gær. Aldrei hafa svo margir greinst með veiruna frá upphafi faraldursins í febrúar 2020. 5. nóvember 2021 09:51