Átta hjá héraðssaksóknara greindust smitaðir af Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2021 17:01 Átta starfsmenn hjá héraðssaksóknara hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Átta starfsmenn héraðssaksóknara greindust smitaðir af kórónuveirunni um helgina. Fjöldi starfsmanna hefur verið settur í smitgát og fresta hefur þurft nokkrum dómsmálum vegna stöðunnar. Lágmarksfjöldi starfsmanna stendur nú vaktina á skrifstofu embættisins við Skúlagötu. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við fréttastofu. „Við lentum í því á mjög stuttum tíma að fá meldingar um að átta starfsmenn væru greindir með Covid. Fyrsta meldingin kom um helgina, síðan kemur þetta flest fram á mánudag og þriðjudag,“ segir Ólafur. Þetta er fyrsta sinn sem svo mörg smit greinast á skrifstofu héraðssaksóknara þó svo að einn og einn starfsmaður hafi greinst smitaður misseri ótengt vinnustaðnum. Líklegt sé þó nú að veiran hafi borist eitthvað á milli manna í vinnunni. „Við sendum nánast alla starfsmenn heim með heimavinnu á meðan við erum að kæla vinnustaðinn. Við erum að láta sótthreinsa starfsstöðvarnar meira og erum örfá sem erum að halda starfseminni gangandi,“ segir Ólafur. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að einhverjum dómsmálum hafi þurft að fresta vegna stöðunnar hjá embættinu. Vísir/Vilhelm Ekki sé grunur um að smit hafi borist út í dómssal en þó hafi þurft að fresta einhverjum dómsmálum sem embættið sæki. „Það er ekki grunur um að smit hafi borist út í dómssal. Þetta er bundið mest við hóp sem er ekki að vinna í réttarsölum. Engu að síður var haft samband við dómara í þeim málum sem var verið að sækja, sérstaklega þar sem var verið að leiða til vitni eða í fjölmennari réttarhöldum. Það var ákveðið að fresta þeim nánast öllum,“ segir Ólafur. Allir starfsmenn hafi verið sendir í smitgát um leið og fyrstu fréttir um smit bárust og allir sendir í hraðpróf í byrjun vikunnar. Nokkrir þurftu að fara í sóttkví. Smitgátin rennur út hjá flestum fyrir helgina en Ólafur segist ætla að ganga aðeins lengra og láta alla starfsmenn fara í hraðpróf fyrir veirunni áður en þeir koma aftur til starfa á mánudag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42 Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12 144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Sjá meira
Býst við minnisblaði frá Þórólfi um innanlandsaðgerðir í dag Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra býst við því að fá minnisblað frá sóttvarnalækni um aðgerðir innanlands í dag. Þá reiknar hún með því að ræddur verði möguleiki á hertum aðgerðum innanlands á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið. 4. nóvember 2021 14:42
Vill herða takmarkanir til að tryggja gleðileg jól Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segist vilja herða samkomutakmarkanir sem fyrst til að hægt verði að tryggja að landsmenn geti haldið gleðileg jól í desember. Hann segir að þau farsóttarhús sem nú séu starfrækt séu að fyllast og að álagið á kerfið sé gífurlegt. 4. nóvember 2021 14:12
144 greindust með Covid-19 í gær Alls greindust 144 með Covid-19 hér á landi í gær. Þetta staðfestir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir í samtali við fréttastofu. Tæplega þriðjungur þeirra sem greindust eru á Akranesi. 4. nóvember 2021 11:20