Aldrei meiri umferð um Hringveginn Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2021 08:31 Mest var aukningin á Mýrdalssandi. Vísir/Vilhelm Aldrei hefur fleiri bílum verið ekið um Hringveginn í októbermánuði og jókst umferðin um nærri 32 prósent frá sama tíma í fyrra. Mesta aukningin var á Mýrdalssandi þar sem umferðin reyndist 251 prósent meiri en í fyrra. Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent. Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Met var slegið í umferð yfir sextán lykilteljara Vegagerðarinnar á Hringveginum og hafa aldrei farið fleiri ökutæki yfir umrædd mælisnið í október. Vegagerðin telur nærtækast að líta til fjölgunar erlendra ferðamanna þó þeir séu töluvert færri nú en fyrir faraldur. „Hugsanlega er líka aukning á ferðum Íslendinga, að heimamenn séu enn að ferðast innanlands í auknum mæli. Ef til vill í stað ferða erlendis t.d. í vetrarfríum skólanna. Einnig verður að teljast líklegt að umsvifin í efnahagslífinu séu nú að aukast hratt. Þetta hefur þó ekki verið skoðað sérstaklega,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum Umferð jókst á öllum landsvæðum en mest yfir mælisnið á Norðurlandi eða um rúmlega 58 prósent. Mest var aukningin á Mýrdalssandi, líkt og áður segir, en þó er ekki um að ræða met aukningu þar sem umferð á Hvalsnesi í Lóni jókst um 256% milli septembermánaða 2020 og 2021. Eru þessar miklu hlutfallsaukningar til komnar vegna þess að umferð dróst mikið saman á síðasta ári í áhrifa heimsfaraldursins. Núna hefur umferð aukist um 12,5 prósent frá áramótum miðað við sama tímabil á síðasta ári. Hlutfallslega hefur umferð aukist mest um Austurland eða um 29 prósent. Vegagerðin Mest ekið á föstudögum Nú þegar aðeins tveir mánuður eru eftir af árinu má búast við því að umferðin í ár aukist um 13,5 prósent miðað við síðasta ár. Verði af þessari aukningu dugar hún samt ekki til þess að fara upp fyrir árið 2019 og yrði um 2 prósent minni en það ár, að sögn Vegagerðarinnar. Það sem af er ári er mest ekið um Hringveginn á föstudögum en minnst á laugardögum. Umferð hefur aukist mest á sunnudögum eða um 16 prósent en minnst hefur aukningin orðið á fimmtudögum eða 10 prósent.
Umferð Bílar Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira