„Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru viðbrögðin eftir bardaga karla og kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 09:31 Konurnar áttu aldrei möguleika í bardaganum og það er alltaf mikil slysahætta þegar styrktarmunurinn er svona mikill. Skjámynd Bardagar á milli karls og konu enduðu báðir með að konurnar töpuðu illa og það hefur kallað á heitar umræður um uppátækið. Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF. MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Tilraun Pólverja að bjóða upp bardaga á milli kynja á dögunum hefur nefnilega ekki farið vel í fólk. Á endanum kallaði umfjöllunin á yfirlýsingu frá alþjóðasamtökum um blandaðar bardagaíþróttir. Tveir MMA-bardagar á milli karls og konu fóru fram í borginni Czestochowa um helgina og enduðu þeir báðir á sama hátt. Karlmaðurinn vann með miklum yfirburðum. MMA hefur oft notað ýmsar aðferðir til að vekja athygli á íþrótt sinni en nú þykir ljóst að menn í Póllandi hafi gengið allt of langt. Í fyrri bardaganum kepptu Piotr „Mua Boy“ Lisowski og Ula Siekacz sem hefur gælunafnið „ArmPowerGirl“. Það var einkum þessi bardagi sem endaði mjög illa fyrir konuna. Lisowski, sem mætti farðaður til leiks, náði Ulu niður með júdóbragði og barði hana síðan illa í framhaldinu. Dómarinn var fljótur að stoppa bardagann en kom þó ekki í veg fyrir nokkur högg. pic.twitter.com/xninjKN5K5— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 Í hinum bardaganum þá keppti Michal Przybylowicz við Wiktoriu Domzalska. Przybylowicz tryggði sér sigurinn í fyrstu lotu eftir að Wiktoria átti enga möguleika lengur á að verja sig. Það er ljóst að þetta var mjög slæm hugmynd hjá viðburðarhaldaranum Marcin Najman og hann hefur líka fengið mikla gagnrýni á sig. Ronda Rousey er ein af þeim sem hefur gagnrýnt bardaga milli karla og kvenna: „Það er ekki góð hugmynd að sýna karla berja konur í sjónvarpi,“ sagði Rousey. Það var líka hörð gagnrýni á samfélgagsmiðlum og í netheimum almennt enda bardagarnir langt frá því að vera samkeppnishæfir. ... pic.twitter.com/8SkhyR0psV— Matysek (@Matysek88) October 29, 2021 „Viðbjóðslegt“ og „skammarlegt“ voru orð sem voru notuð til að lýsa hneyksli viðkomandi á bardögunum. Forseti alþjóðasamtaka um blandaðar bardagaíþróttir (IMMAF) sendi frá sér yfirlýsingu um málið þar sem kemur meðal annars fram að þetta sé ekki boðlegt þar sem þetta setji konur í hættu. Þar er tekið fram að mótshaldarar í Póllandi hafa engin tengsl við alþjóðasamtökin en forráðamenn samtakanna töldu samt mjög mikilvægt að koma afstöðu sinni hundrað prósent á hreint. „Það er óásættanlegt að láta karla og konur keppa á móti hvoru öðru í bardagaíþróttum. Ekki bara öryggisins vegna heldur einnig upp á sanngirni að gera. Við munum aldrei styðja slíkt,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni frá IMMAF.
MMA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn