„Eitthvað næs við að koma heim“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 13:30 Nanna Bryndís og Ragnar kíktu á Ívar Guðmunds fyrr í dag og ræddu það sem þau eru að gera þessa dagana. bylgjan Hljómsveitin Of Monsters and Men heldur ferna tónleika í næstu viku í Gamla bíó. Þau hafa verið á Íslandi síðustu mánuði vegna Covid-19 en þau voru á tónleikaferðalagi þegar faraldurinn hófst. „Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku. Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Við vorum að ferðast með þriðju plötuna okkar. Við náðum samt alveg sex mánuðum eða eitthvað“ sagði Nanna Bryndís Hilmarsdóttir í viðtali hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni í dag. Hljómsveitin hafði heimsótt Ameríku, Evrópu og Asíu áður en heimsfaraldurinn fór af stað. Þau gerðu auðvitað ráð fyrir að komast fljótlega aftur af stað á tónleikaferðalagið en það fór þó ekki þannig. „Svo erum við bara búin að vera á Íslandi,“ segir Ragnar Þórhallsson. „Það var eitthvað næs við að koma heim og vera bara á Íslandi og fá aðeins tíma. Við erum alltaf á flakki.“ Ragnar segir að það hafi verið gott að stoppa og líta aðeins til baka. Eins og við sögðum frá hér á Vísi er hljómsveitin að gefa út afmælisútgáfu af sinni fyrstu breiðskífu, í tilefni að því að tíu ár eru liðin frá útgáfunni. Á plötunni má finna tvö áður óútgefin lög. „Þetta eru lög sem eru búin að vera með okkur síðan áður en við gerðum fyrstu plötuna, við tókum þátt í Músíktilraunum með þessum lögum“ útskýrir Ragnar. Hljómsveitin vinnur nú að nýrri plötu og stefnir á að fara í upptökuver á næsta ári. „Við erum ekki alveg í dvala.“ Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan en þar tala þau meðal annars um upphafið, afmælisplötuna og tónleikaröðina í næstu viku.
Tónlist Bylgjan Músíktilraunir Tengdar fréttir Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31 Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22 Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Gefa út afmælisútgáfu af fyrstu plötunni með tveimur aukalögum Það eru liðin tíu ár síðan Of Monsters and Men sendi frá sér sína fyrstu breiðskífu, My Head Is an Animal. Af því tilefni er komin út sérstök afmælisútgáfa af plötunni. 2. nóvember 2021 16:31
Of Monsters and Men heldur afmælistónleika á Íslandi Hljómsveitin Of Monsters and Men mun fagna 10 ára afmæli plötunnar My Head is an Animal með tónleikum í Gamla bíó í næsta mánuði. Þá mun hljómsveitin einnig gefa út sérstaka afmælisútgáfu plötunnar. 12. október 2021 11:22