„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:05 Ólöf Tara hefur ýmislegt við viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson að athuga. En segir hins vegar að fólk þurfi að fá að komast aftur inn í samfélagið. Vísir Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara. Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara.
Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01