„Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 3. nóvember 2021 12:05 Ólöf Tara hefur ýmislegt við viðtal Kveiks við Þóri Sæmundsson að athuga. En segir hins vegar að fólk þurfi að fá að komast aftur inn í samfélagið. Vísir Stjórnarkona í feminíska hópnum Öfgum telur að samfélagið eigi að leggja áherslu á að fólk sem brýtur af sér eigi afturkvæmt inn í samfélagið. Gerendur í kynferðisbrotamálum þurfi hins vegar á móti að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun. Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara. Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Óhætt er að segja að samfélagsmiðlar hafi logað í gær og í morgun eftir umfjöllun og viðtal fréttaskýringarþáttarins Kveiks á RÚV við Þóri Sæmundsson sem var á sínum tíma rísandi stjarna á íslensku leiksviði. Þar kom fram að eftir að kynferðisleg myndasending hans komst í hámæli árið 2017 hafi hann verið utangarðs og fái hvergi vinnu. Spurt var hvort hann eigi afturkvæmt í íslenskt samfélag. Margir sýndu Þóri samkennd á samfélagsmiðlum en á móti stigu einnig margir fram einkum á Twitter sem gagnrýndu Kveik fyrir að tala við geranda. Ólöf Tara Harðardóttir stjórnarkona í Öfgum segir gagnrýnina skiljanlega. „Við erum að stíga okkar fyrstu skref í að taka samtalið um þessi mál, en þurfum líka að taka inn í myndina að þolendum hefur verið útskúfað í tugi ára. Margir hafa ekki átt afturkvæmt inn í samfélagið. Hún segir að þolendur þurfi að fá sviðið núna. „Mér finnst kominn tími til að við gefum þolendum rými. Þetta er ekki endilega rétti tíminn til að opna á svona umræðu, þ.e. þegar það er ekki komið meira jafnvægi á umræðuna því þolendur ofbeldis liggja ennþá undir höggi,“ segir hún. Aðspurð hvort hún telji þá að það eigi ekki að tala við gerendur í fjölmiðlum svarar Ólöf. „Við viljum auðvitað geta byggt upp samfélag þar sem fólk sem brýtur af sér komist aftur inn í samfélagið. En að okkar mati þarf gerandinn að axla fulla ábyrgð og sýna iðrun svo hann eigi afturkvæmt. En það er ekki þar með sagt að hafir þú brotið á annarri manneskju að þú fáir forréttindin þín líka til baka. Það þarf að vega líka á móti umfjöllun hver áhrifin eru á þolendur. Við þurfum að gera okkur grein fyrir báðum vinklum,“ segir Ólöf. Hún veltir fyrir sér hvort Vinnumálastofnun eigi mögulega að bjóða upp á úrræði fyrir fólk sem hefur brotið af sér og á erfitt uppdráttar í samfélaginu eftir það. „Hvernig getum við nálgast svona mál á faglegan hátt? Væri kannski sniðugt að bjóða upp á eitthvað endurhæfingarprógram fyrir menn eða konur sem brjóta svona af sér. Þar sem fólk fær tækifæri til betrunar,“ segir Ólöf Tara.
Kynferðisofbeldi Jafnréttismál MeToo Mál Þóris Sæmundssonar Tengdar fréttir Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Leikarinn Þórir Sæmundsson: „Fyrsta síðan á Google setur mig fram sem eitthvað skrímsli“ Leikarinn Þórir Sæmundsson segist ekki hafa fengið vinnu í fjögur ár síðan hann var rekinn úr starfi frá Þjóðleikhúsinu, eftir að upp komst að hann hafði sent ungum stúlkum kynferðislegar myndir. 2. nóvember 2021 21:01