Flux fyrir heilbrigða munn- og tannheilsu Alvogen 3. nóvember 2021 14:06 Flux tryggir heilbrigða munn- og tannheilsu fyrir alla fjölskylduna á ferskan, skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. Dagleg notkun flúors styrkir tennurnar og erfiðara verður fyrir bakteríurnar að skemma þær. Hreinar og heilar tennur bæta almenna líðan en skemmdum tönnum og bólgnu tannholdi getur fylgt vanlíðan. Eigin tennur alla ævi eru eftirsóknaverð lífsgæði og það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Flúor er frumefni og helsta virka efnið gegn tannskemmdum og getur gert við byrjandi tannskemmdir. Það er í loftinu sem við öndum að okkur og í matnum sem við borðum. En það er ekki nóg. Það er mikilvægt að tennur okkar fái rétt magn af flúori og er því þess vegna einnig bætt við flest tannkrem og munnskol. Þess má geta að hér á landi er flúor í drykkjarvatninu í algjöru lágmarki en í mörgum öðrum löndum er drykkjarvatnið flúorbætt. Bakteríur í munni ásamt matarleifum mynda tannsýklu (skán) sem sest utan á tennurnar og ræðst á glerunginn. Ef árás tannsýklunnar varir of lengi og oft geta tannskemmdir farið að myndast. Dagleg notkun flúors styrkir tennurnar og erfiðara verður fyrir bakteríurnar að skemma þær. Flestar munn- og tannvörur í dag innihalda flúor og því er auðvelt að koma notkun þess í daglega rútínu. Til viðbótar við flúortannkrem ætti að nota flúormunnskol en ekki endilega strax á eftir tannburstun því þá er búið að flúorbera tennurnar. Í staðinn er gott að nota munnskol eftir mat til dæmis um miðjan dag. Það sem við borðum og drekkum skerðir áhrif flúors og er því mikilvægt að bæta flúorskolun við daglega rútínu. Það magn flúors sem nauðsynlegt er að nota til að vernda tennur okkar fer eftir aldri, hversu viðkvæmar tennur okkar eru og hvort við séum gjörn á að fá tannskemmdir. Það er gott að taka það fram að flúor getur verið skaðlegt en einungis í of miklu magni þegar því er kyngt. Flúor í því magni sem mælt er með í tannhirðu er skaðlaust enmjög gagnlegt og nauðsynlegt fyrir heilbrigðar tennur. Ástæða þess að barnatannkrem og barnamunnskol innihalda minna magn af flúori en fyrir fullorðna er sú að börn eru líklegri til þess að gleypa flúor. Mikilvægt er að fylgja ráðleggingum og leiðbeiningum vara sem innihalda flúor vel. Munnþurrkur er nokkuð algengur meðal fólks en munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram vegna ýmissa sjúkdóma, sem aukaverkun við lyfjanotkun, vegna mikils álags, með hækkandi aldri og ef borðað er of lítið af munnvatnsörvandi mat. Munnvatn smyr munnslímhúðina og hjálpar til við að tyggja, tala, kyngja og fleira svo eitthvað sé nefnt. Munnvatn ver slímhúðina fyrir sýkingum og hlutleysir sýrur. Munnvatnið hjálpar líka til við sjálfhreinsun tannanna. Skortur á munnvatni eykur hættu á sýkingum í slímhúð, sérstaklega sveppasýkingum. Hættan á tannskemmdum eykst og skemmdir geta orðið á tönnum og tannflötum sem annars skemmast sjaldan. Einnig eykst hættan á skemmdum á rótaryfirborði tannanna. Tannskemmdirnar geta orðið mjög miklar á stuttum tíma. Flux Dry Mouth vörurnar hafa verið þróaðar til að vinna gegn munnþurrki. Flux tryggir heilbrigða munn- og tannheilsu fyrir alla fjölskylduna á ferskan, skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. Flux vörulínan inniheldur vörur sem veita ferskan og góðan andardrátt, flúor munnskol, vörur gegn munnþurrki og tyggjó fyrir fullorðna og börn. Flux vörurnar innihalda hátt flúormagn sem styrkir tennur og fyrirbyggir tannskemmdir. Flux vörurnar voru þróaðar í nánu samstarfi við sænska tannlækna árið 2007 og innihalda ekki alkóhól né parabena og eru vegan. Mælt er með að nota Flux munnskol 1-2svar á dag sem viðbót við daglega tannburstun til að ná sem bestum árangri. Flux vörulínanan býður upp á nokkrar tegundir af flúor munnskolum með mismunandi bragði. Flux Original Cool mint er þetta hefðbundna flúor munnskol, Flux Fresh munnskol veitir tvennskonar áhrif en ásamt því að innihalda flúor þá inniheldur það smá magn af Klórhexídíni sem veitir ferskan andardrátt og í Flux Pro línunni er Pro Klórhexídín munnskolið sem er bakteríudrepandi. Klórhexídín er til skammtímameðferðar og oft notað samkvæmt ráðleggingum frá tannlækni eftir aðgerð, vegna bólgu í tannholdi eða eftir að tönn hefur verið fjarlægð. Þessi munnskol eru öll fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri. Þau innihalda hátt flúormagn (0,2% NaF (natríumflúoríð)) sem styrkir glerung tannanna og eru þannig fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum. Fyrir börn yngri en 12 ára er mælt með Flux Junior munnskolinu sem er bragðgott og barnvænt. Það er fyrir börn 6-12 ára og inniheldur lægra flúorinnihald en hin munnskolin eða 0,05% NaF. Við munnþurrki hefur verið þróuð vörulína sem heitir Flux Dry Mouth. Hægt er að fá Dry mouth gel og munnskol sem bæði örva munnvatnsframleiðslu, smyrja og gefa slímhúðinni raka ásamt því að koma í veg fyrir tannskemmdir þar sem vörurnar innihalda hátt flúor magn. Gelið er tilvalið að geyma á náttborðinu og nota fyrir svefninn og á nóttunni ef þú vaknar við munnþurrk. Einnig er hægt að fá Flux Drops munnsogstöflur sem eru eru frískandi og sykurlausar munnsogstöflur sem endast lengi í munni. Töflurnar eru til í þremur bragðtegundum, innihalda flúor og örva munnvatnsframleiðsluna. Það er tilvalið að hafa þær í veskinu og nota eftir þörfum þó ekki fleiri en 10 töflur á dag. Að lokum má nefna að Flux vörulínan inniheldur einnig tyggjó en það er bæði bragðgott og gagnlegt á sama tíma. Tyggjóið er sykurlaust og inniheldur flúor (0,14 mg F / stykki). Kosturinn við flúor tyggjó er að flúorið blandast munnvatninu og tekur þátt í viðgerðarferli sem ávallt er í gangi við tannyfirborðið og hlutleysir tannskemmandi sýrur í munni. Tyggjóið eykur einnig munnvatnsframleiðslu og hjálpar því líka til með vandamál eins og munnþurrk. Gott er að fá sér flúor tyggjó fljótlega eftir máltíð og tyggja í að minnsta kosti 10 mínútur. Fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri. Þú færð Flux vörurnar í apótekum og á mörgum tannlæknastofum. Fyrir frekari upplýsingar um FLUX vörurnar er hægt að hafa samband við Þóru Margréti Jónsdóttur hjá Alvogen. Thora.jonsdottir@alvogen.com Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
Hreinar og heilar tennur bæta almenna líðan en skemmdum tönnum og bólgnu tannholdi getur fylgt vanlíðan. Eigin tennur alla ævi eru eftirsóknaverð lífsgæði og það er undir okkur sjálfum komið hvernig til tekst. Flúor er frumefni og helsta virka efnið gegn tannskemmdum og getur gert við byrjandi tannskemmdir. Það er í loftinu sem við öndum að okkur og í matnum sem við borðum. En það er ekki nóg. Það er mikilvægt að tennur okkar fái rétt magn af flúori og er því þess vegna einnig bætt við flest tannkrem og munnskol. Þess má geta að hér á landi er flúor í drykkjarvatninu í algjöru lágmarki en í mörgum öðrum löndum er drykkjarvatnið flúorbætt. Bakteríur í munni ásamt matarleifum mynda tannsýklu (skán) sem sest utan á tennurnar og ræðst á glerunginn. Ef árás tannsýklunnar varir of lengi og oft geta tannskemmdir farið að myndast. Dagleg notkun flúors styrkir tennurnar og erfiðara verður fyrir bakteríurnar að skemma þær. Flestar munn- og tannvörur í dag innihalda flúor og því er auðvelt að koma notkun þess í daglega rútínu. Til viðbótar við flúortannkrem ætti að nota flúormunnskol en ekki endilega strax á eftir tannburstun því þá er búið að flúorbera tennurnar. Í staðinn er gott að nota munnskol eftir mat til dæmis um miðjan dag. Það sem við borðum og drekkum skerðir áhrif flúors og er því mikilvægt að bæta flúorskolun við daglega rútínu. Það magn flúors sem nauðsynlegt er að nota til að vernda tennur okkar fer eftir aldri, hversu viðkvæmar tennur okkar eru og hvort við séum gjörn á að fá tannskemmdir. Það er gott að taka það fram að flúor getur verið skaðlegt en einungis í of miklu magni þegar því er kyngt. Flúor í því magni sem mælt er með í tannhirðu er skaðlaust enmjög gagnlegt og nauðsynlegt fyrir heilbrigðar tennur. Ástæða þess að barnatannkrem og barnamunnskol innihalda minna magn af flúori en fyrir fullorðna er sú að börn eru líklegri til þess að gleypa flúor. Mikilvægt er að fylgja ráðleggingum og leiðbeiningum vara sem innihalda flúor vel. Munnþurrkur er nokkuð algengur meðal fólks en munnþurrkur stafar meðal annars af of lítilli munnvatnsframleiðslu og getur komið fram vegna ýmissa sjúkdóma, sem aukaverkun við lyfjanotkun, vegna mikils álags, með hækkandi aldri og ef borðað er of lítið af munnvatnsörvandi mat. Munnvatn smyr munnslímhúðina og hjálpar til við að tyggja, tala, kyngja og fleira svo eitthvað sé nefnt. Munnvatn ver slímhúðina fyrir sýkingum og hlutleysir sýrur. Munnvatnið hjálpar líka til við sjálfhreinsun tannanna. Skortur á munnvatni eykur hættu á sýkingum í slímhúð, sérstaklega sveppasýkingum. Hættan á tannskemmdum eykst og skemmdir geta orðið á tönnum og tannflötum sem annars skemmast sjaldan. Einnig eykst hættan á skemmdum á rótaryfirborði tannanna. Tannskemmdirnar geta orðið mjög miklar á stuttum tíma. Flux Dry Mouth vörurnar hafa verið þróaðar til að vinna gegn munnþurrki. Flux tryggir heilbrigða munn- og tannheilsu fyrir alla fjölskylduna á ferskan, skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. Flux vörulínan inniheldur vörur sem veita ferskan og góðan andardrátt, flúor munnskol, vörur gegn munnþurrki og tyggjó fyrir fullorðna og börn. Flux vörurnar innihalda hátt flúormagn sem styrkir tennur og fyrirbyggir tannskemmdir. Flux vörurnar voru þróaðar í nánu samstarfi við sænska tannlækna árið 2007 og innihalda ekki alkóhól né parabena og eru vegan. Mælt er með að nota Flux munnskol 1-2svar á dag sem viðbót við daglega tannburstun til að ná sem bestum árangri. Flux vörulínanan býður upp á nokkrar tegundir af flúor munnskolum með mismunandi bragði. Flux Original Cool mint er þetta hefðbundna flúor munnskol, Flux Fresh munnskol veitir tvennskonar áhrif en ásamt því að innihalda flúor þá inniheldur það smá magn af Klórhexídíni sem veitir ferskan andardrátt og í Flux Pro línunni er Pro Klórhexídín munnskolið sem er bakteríudrepandi. Klórhexídín er til skammtímameðferðar og oft notað samkvæmt ráðleggingum frá tannlækni eftir aðgerð, vegna bólgu í tannholdi eða eftir að tönn hefur verið fjarlægð. Þessi munnskol eru öll fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri. Þau innihalda hátt flúormagn (0,2% NaF (natríumflúoríð)) sem styrkir glerung tannanna og eru þannig fyrirbyggjandi gegn tannskemmdum. Fyrir börn yngri en 12 ára er mælt með Flux Junior munnskolinu sem er bragðgott og barnvænt. Það er fyrir börn 6-12 ára og inniheldur lægra flúorinnihald en hin munnskolin eða 0,05% NaF. Við munnþurrki hefur verið þróuð vörulína sem heitir Flux Dry Mouth. Hægt er að fá Dry mouth gel og munnskol sem bæði örva munnvatnsframleiðslu, smyrja og gefa slímhúðinni raka ásamt því að koma í veg fyrir tannskemmdir þar sem vörurnar innihalda hátt flúor magn. Gelið er tilvalið að geyma á náttborðinu og nota fyrir svefninn og á nóttunni ef þú vaknar við munnþurrk. Einnig er hægt að fá Flux Drops munnsogstöflur sem eru eru frískandi og sykurlausar munnsogstöflur sem endast lengi í munni. Töflurnar eru til í þremur bragðtegundum, innihalda flúor og örva munnvatnsframleiðsluna. Það er tilvalið að hafa þær í veskinu og nota eftir þörfum þó ekki fleiri en 10 töflur á dag. Að lokum má nefna að Flux vörulínan inniheldur einnig tyggjó en það er bæði bragðgott og gagnlegt á sama tíma. Tyggjóið er sykurlaust og inniheldur flúor (0,14 mg F / stykki). Kosturinn við flúor tyggjó er að flúorið blandast munnvatninu og tekur þátt í viðgerðarferli sem ávallt er í gangi við tannyfirborðið og hlutleysir tannskemmandi sýrur í munni. Tyggjóið eykur einnig munnvatnsframleiðslu og hjálpar því líka til með vandamál eins og munnþurrk. Gott er að fá sér flúor tyggjó fljótlega eftir máltíð og tyggja í að minnsta kosti 10 mínútur. Fyrir fullorðna og börn 12 ára og eldri. Þú færð Flux vörurnar í apótekum og á mörgum tannlæknastofum. Fyrir frekari upplýsingar um FLUX vörurnar er hægt að hafa samband við Þóru Margréti Jónsdóttur hjá Alvogen. Thora.jonsdottir@alvogen.com
Þú færð Flux vörurnar í apótekum og á mörgum tannlæknastofum. Fyrir frekari upplýsingar um FLUX vörurnar er hægt að hafa samband við Þóru Margréti Jónsdóttur hjá Alvogen. Thora.jonsdottir@alvogen.com
Heilsa Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira