Rætt um peninga og raunverulegar aðgerðir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. nóvember 2021 18:08 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra heilsar Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, á loftslagsráðstefnunni í Glasgow. AP Forsætisráðherra segir jákvætt að umræðan á loftslagsráðstefnunni í Glasgow snúist að miklu leyti um peninga og raunverulegar aðgerðir. Íslenskir lífeyrissjóðir ætla að fjárfesta fyrir um sex hundruð milljarða króna í grænum lausnum á næstu níu árum. Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín. COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir fór yfir markmið Íslands í loftslagsmálum á COP26 í dag og í ávarpinu sagði hún ljóst að núverandi markmið allra ríkja dugi ekki til þess að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum - og þar með standa við markmið Parísarsáttmálans. Markmiðin þurfi að uppfæra. Þá kynnti hún nýjar og umhverfisvænar lausnir á Íslandi. „Ein og við erum að sjá á Hellisheiði þar sem verið er að nýta tækni og hugvit og dæla kolefni niður í jarðveginn; það verið að fanga kolefni úr andrúmsloftinu.“ Góðar fréttir fyrir verkefni á borð við einmitt það voru boðaðar í dag þegar þrettán íslenskir lífeyrissjóðir tilkynntu að þeir ætla að fjárfesta fyrir um 580 milljarða króna í verkefnum sem tengjast hreinni orku og umhverfisvænum lausnum á næstu níu árum. Þetta er gríðarleg aukning frá því sem verið hefur og gæti hlutur grænna fjárfestinga margfaldast í eignasafni lífeyrissjóðanna. „Þetta er auðvitað eitt af því sem er mjög mikið til umræðu hér. Hvert peningarnir eru að fara. Því við höfum staðið frammi fyrir því töluvert lengi að það er í raun og veru meira fé sem er að renna til óendurnýjanlegra orkugjafa en endurnýjanlegra.“ Á ráðstefnunni í dag tilkynnti auðjöfurinn Jeff Bezos einnig um stóra fjárfestingu en hann ætlar að verja tveimur milljörðum Bandaríkjadala, eða um 250 milljörðum króna, í að græða landsvæði og styrkja umhverfisvæna matvælaframleiðslu. Aðspurð hvort umræður á ráðstefnunni séu líklegar til að skila árangri segir Katrín jákvætt að þær snúi meira en áður að raunverulegum aðgerðum. „Ef maður miðar við Parísarráðstefnuna er umræðan meira aðgerðamiðuð og það er meira verið að horfa til þess hverju aðgerðirnar skila. Ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýn þar til annað kemur í ljós en ég skynja allavega mikinn og einbeittan vilja hjá mörgum til að ná árangri,“ segir Katrín.
COP26 Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent