Ekkert vonleysi hjá Katrínu Tönju þrátt fyrir vonbrigðin um helgina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 08:32 Katrín Tanja Davíðsdóttir náði sér ekki nógu vel á strik á báðum stórmótum ársins. Instagram/@katrintanja Katrín Tanja Davíðsdóttir var aldrei með í toppbaráttunni á Rogue Invitational CrossFit mótinu og endaði að lokum í fimmtánda sæti. Hún segist vera mjög spennt fyrir framhaldinu þrátt fyrir vonbrigðaár. Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira
Katrín Tanja hefur ekki náð að fylgja eftir frábæru ári 2020 þar sem hún vann silfurverðlaun á heimsleikunum. Á síðustu heimsleikunum endaði hún í tíunda sæti sem var hennar lakasti árangur síðan 2014. Katrín Tanja breytti til í undirbúningnum sínum fyrir mótið í Texas og kom heim til Íslands til að æfa. Hún og Anníe Mist æfðu því saman. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Katrín náði hæst í fimmta sæti í þriðju grein mótsins en var aðeins inn á topp tólf í tveimur greinum af sjö. Katrín viðurkenndi að helgin hafi ekki gengið eins og hún vildi en um leið var enginn uppgjafartónn í henni þegar hún skrifaði stutta færslu inn á Instagram síðu sína. „Ég var ekki upp á mitt besta um helgina en ég geri samt alltaf mitt besta,“ skrifaði Katrín Tanja. „Þvílíkur heiður að fá að keppa á móti þeim bestu í öllum heiminum. Ég á marga ótrúlega keppinauta sem ég fær að glíma við og núna bíður mín heilt tímabil til að halda áfram að byggja mig upp og bæta mig,“ skrifaði Katrín. „Ég gæti ekki verið spenntari fyrir framhaldinu,“ skrifaði Katrín sem þakkaði líka öllum fyrir stuðninginn en þessi tvöfaldi heimsmeistari á sér marga aðdáendur meðal áhorfanda á stórmótum eins og þessum. Anníe Mist fylgdi eftir bronsinu á heimsleikunum með því að vinna silfur á Rogue Invitational CrossFit mótinu um helgina. Hún sendi sinni konu kveðju á Instagram og á íslensku. Þær eiga báðar miklu meira en milljón fylgjendur erlendis og skrifa allar sínar færslur á ensku. Katrín fékk hins vegar íslenska kveðju. „Svo stolt af því að fá að keppa með þér og geta kallað þig allra bestu mína. Þitt attitude (hugarfar) er eitthvað sem við öll ættum að taka til fyrirmyndar,“ skrifaði Anníe Mist. Það má sjá alla færslu Katrínar hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Valur aftur á topp Olís deildarinnar Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick Einar enn í einangrun en aðrir ferskir KR fær tvo unga Ganverja Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Sjá meira