Stiklan byrjar á því að Boba Fett segir Jabba hafa stjórnað með ótta. Hann ætlar þó að stjórna með virðingu með Fennec Shand sér við hlið.
Boba Fett er leikinn af Temuera Morrison og Fennec er leikin af Ming-Na Wen.
Boba Fett, sem átti að hafa dáið á Tattooine fyrir löngu síðan, sneri aftur í hinum vinsælu þáttum; The Mandalorian. Ákveðið var að gera sérstaka þáttaröð um mannaveiðarann fræga. Hún verður frumsýnd þann 29. desember.