Nafn Hákonar kyrjað í Köben: Ég flaug bara upp og lokaði augunum Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Hákon Arnar Haraldsson hefur alveg örugglega tryggt sér fleiri tækifæri hjá þjálfaranum Jess Thorup sem hér fagnar honum í leiknum gegn Vejle í gær. Getty/Lars Ronbog „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var frábært. Ég er svo glaður eftir þennan fyrsta leik í byrjunarliðinu,“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson eftir sannkallaðan draumadag í Kaupmannahöfn í gær. Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon. Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon.
Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Fleiri fréttir Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Sjá meira
Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17