Nafn Hákonar kyrjað í Köben: Ég flaug bara upp og lokaði augunum Sindri Sverrisson skrifar 1. nóvember 2021 14:30 Hákon Arnar Haraldsson hefur alveg örugglega tryggt sér fleiri tækifæri hjá þjálfaranum Jess Thorup sem hér fagnar honum í leiknum gegn Vejle í gær. Getty/Lars Ronbog „Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var frábært. Ég er svo glaður eftir þennan fyrsta leik í byrjunarliðinu,“ segir hinn 18 ára gamli Hákon Arnar Haraldsson eftir sannkallaðan draumadag í Kaupmannahöfn í gær. Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon. Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Skagamaðurinn efnilegi kom fyrst til FC Kaupmannahafnar sumarið 2019 en um er að ræða sannkallað stórveldi í danska fótboltanum sem spilar heimaleiki sína á Parken. Hákon var í fyrsta sinn í byrjunarliði FCK í gær þegar liðið vann 3-0 sigur gegn Vejle, skoraði eitt markanna með glæsilegum skalla og var valinn maður leiksins. „Ég var svolítið stressaður enda að spila fyrsta leik í byrjunarliðinu og fyrir framan 20 þúsund manns. En þegar maður er mættur út á völlinn þá fer þetta og maður hættir að vera stressaður,“ sagði Hákon í viðtali við heimasíðu FCK. Aðspurður um markið, sem sjá má í myndskeiðinu hér að ofan, sagði hann: „Ég hoppaði bara upp, lokaði augunum og svo var boltinn í markinu. Ég flaug bara, fannst mér,“ sagði Hákon og bætti við að það hefði ekki verið leiðinlegt að heyra svo 20 þúsund manns fagna sér. Raunar voru áhorfendur farnir að kyrja nafn Hákons þegar leið á leikinn: Haraldsson, Haraldsson, Haraldssoooon Se hele interviewet på https://t.co/i3JiImsiGG! #fcklive #sldk pic.twitter.com/veXia6Pki0— F.C. København (@FCKobenhavn) November 1, 2021 „Það var svolítið sjokk. Ég var bara mjög glaður að heyra þau syngja nafnið mitt. Þetta er alveg geðveikt,“ sagði Hákon, stoltur af frábærri frumraun sinni: „Þetta hefur mikið að segja og skilar manni kannski fleiri mínútum á vellinum,“ sagði Hákon.
Danski boltinn Tengdar fréttir Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17 Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Sjá meira
Skoraði og valinn maður leiksins í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Hákon Arnar Haraldsson byrjaði sinn fyrsta deildarleik fyrir FC Kaupmannahöfn í dag er liðið fékk Vejle í heimsókn á Parken. Gerði Hákon Arnar sér lítið fyrir og skoraði í 3-0 sigri ásamt því að vera valinn maður leiksins. 31. október 2021 17:17