Segðu frá – 112 er líka til staðar á netinu Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar 1. nóvember 2021 11:01 Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Heimilisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Barnavernd Sigríður Björk Guðjónsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er eitt ár liðið frá því að embætti Ríkislögreglustjóra opnaði sérstaka vefgátt 112 gegn ofbeldi. Tilkynningum um heimilisofbeldi til lögreglunnar og barnaverndarnefnda hafði fjölgað mikið í Covid-19 heimsfaraldrinum. Sérstakt aðgerðateymi gegn ofbeldi lagði því til að vefgáttin yrði opnuð til að auðvelda þolendum, gerendum og aðstandendum að leita sér aðstoðar. Heimilisofbeldi og ofbeldi gegn börnum er enda ekki einkamál sem rúmast innan friðhelgi heimilisins, heldur samfélagslegur harmleikur sem við getum ekki liðið. Opnun vefgáttarinnar fyrir ári síðan var mikilvægt skref í rétta átt og á sama tíma hófst sérstök vitundarvakning þar sem fólk var hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar. Svo virðist sem vel hafi tekist að vekja athygli á síðunni en að meðaltali 235 einstaklingar hafa heimsótt hana á dag. Þessi fjöldi heimsókna sýnir að þörfin fyrir úrræði sem þetta, til að fræðast um og tilkynna heimilisofbeldi, var mikil. Sérstaka athygli vakti hversu algengt var að þeir sem heimsóttu vefinn væru að leita upplýsinga um andlegt ofbeldi. Einnig eru síður sem sniðnar hafa verið sérstaklega að börnum og ungu fólki mikið lesnar. Af öllum þeim úrræðum sem kynnt eru í vefgáttinni er algengast að fólk kynni sér Heimilisfrið, sem er meðferðarstöð fyrir þau sem beita ofbeldi í nánum samböndum. Mikil fjölgun tilkynninga Alls voru 1.049 mál tengd heimilisofbeldi tilkynnt hér á landi í fyrra, um 16% fleiri en meðaltal síðustu þriggja ára þar á undan. Fjöldi tilkynntra mála virðist ætla að haldast þetta mikill en fyrstu níu mánuði þessa árs var tilkynnt um 795 mál tengd heimilisofbeldi, einu máli færra en í á sama tímabili í fyrra þegar þau voru 796. Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur haldið áfram að fjölga á þessu ári. Á fyrstu 9 mánuðum ársins bárust 9.792 tilkynningar, sem eru 2,3% fleiri tilkynningar en á sama tímabili í fyrra og er aukning um 17% frá sama tímabili árið 2019. Á síðasta ári fjölgaði mest tilkynningum frá ættingjum, nágrönnum og einstaklingum í nærumhverfi barns en fyrstu 9 mánuði þessa árs hefur tilkynningum fjölgað mest frá skólum. Vefgátt 112 gegn ofbeldi komin til að vera Vefgátt 112 gegn ofbeldi hjálpaði mörgum að leita sér aðstoðar út úr ofbeldinu í faraldrinum. Því er einkar mikilvægt að vefgátt 112 gegn ofbeldi hefur fengið varanlegan bústað hjá Neyðarlínunni og verður þróuð áfram þar - í takt við nýjustu upplýsingar og þekkingu. Við þurfum líka áfram að hvetja fólk til að segja frá, því hjálpin er til staðar – hjá 112. Höfundur er ríkislögreglustjóri.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun