Íslenskir hafrar sérstaklega bragðmiklir og hollir Sandhóll 1. nóvember 2021 10:12 Hafrarnir frá Sandhóli eru ræktaðir án allra eiturefna. Hafrarnir frá Sandhóli eru heilsuvara vikunnar á Vísi. Hafrarnir frá Sandhóli eru fyrstu íslensku hafrarnir sem seldir eru í matvöruverslunum en á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi eru ræktaðir hafrar, repja, og bygg. Öll ræktunin er án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis og annarra óæskilegra efna og afurðirnar því hreinar og vistvænar. Hafrarnir þykja einstaklega bragðmiklir í matargerð og segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhóls, íslensk skilyrði ná fram því besta úr plöntunum. Bylgjandi kornakrar. „Við erum svo heppin að á Íslandi er kaldara loftslag og því vex allt hægar utandyra en þar sem hitastig er hærra. Það þýðir að afurðirnar verða bragðmeiri, þetta er vel þekkt í íslenskri grænmetisrækt og það sama á við um repju og hafra. Kaldara loftslag gerir það einnig að verkum að við þurfum ekki að úða neinum efnum á akrana eins og gert er í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Örn. Bylgjandi kornakrar eru þó ekki algeng sjón í íslenskum sveitum en aðstæður á Sandhóli eru sérstakar. „Við erum með syðstu bæjum á Íslandi um 70 km sunnar en Reykjavík. Hér vorar snemma og haustar seint og því kjöraðstæður til að rækta. Ég veit ekki til þess að hafrar séu ræktaðir til manneldis annarsstaðar en hér á Sandhóli en það eru fleiri í repjurækt. Við ræktum einnig bygg sem til dæmis er nýtt í íslenskt viskí og auk þess ræktum við nautgripi. Við nýtum það sem fellur til við vinnsluna á höfrunum, bygginu og repjunni sem fóður og hálm undir gripina. Hér fer því ekkert til spillis,“ segir Örn. Sáð er í apríl og uppskera hefst í september og stendur oft út október. Uppskeran er færð í hús og þurrkuð. Fræ repjuplöntunnar eru pressuð á staðnum og olíunni tappað á flöskur. Hafrarnir eru afhýddir og svo valsaðir og pakkað í neytendaumbúðir. Aðstæður til ræktunar á Sandhóli eru með því besta sem gerist á Íslandi. „Hafrarnir okkar voru rannsakaðir á danskri rannsóknarstofu og það kom þeim á óvart að ekki mældist snefill af eiturefnum. Slíkar niðurstöður höfðu þeir aldrei séð áður þar sem þar ytra er svo mikið af eiturefnum í landbúnaði að þau eru komin út í náttúruna. Hafrarnir okkar eru alveg hreinir, bragðmiklir og próteinríkir. Þá var repjuolían okkar tekin til skoðunar hjá Andoxunarstofnun Evrópusambandsins og reyndist olían það rík af andoxunarefnum að við megum merkja hana með þeim stimpli frá Evrópusambandinu,“ segir Örn. Repjuolían frá Sandhóli er rík af andoxunarefnum. Þá er heilmikil vöruþróun í gangi á Sandhóli og meðal nýjunga sem væntanlegar eru á markaðinn er haframjólk. „Það er gífurleg aukning í sölu á jurtamjólk og jurtadrykkjum. Það má áætla að heildarmarkaður fyrir haframjólk sé nú um og yfir 1,1 milljón lítrar á ári sem mun eflaust fara vaxandi á næstu árum. Við erum að þróa haframjólk úr okkar höfrum en einnig er verið að þróa skyr hjá Örnu á Ísafirði með höfrum frá okkur. Svo er einnig í undirbúningi að framleiða majónes úr repjuolíunni okkar og þá er repjuolían okkar einnig notuð hjá sápugerðinni Urð. Það er því ýmislegt spennandi að gerast. Við viljum enda meina að vörurnar okkar séu ekki einungis miklar hollustuvörur heldur er kolefnissporið minna af íslenskri framleiðslu en innflutningi.“ Matur Heilsa Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hafrarnir frá Sandhóli eru fyrstu íslensku hafrarnir sem seldir eru í matvöruverslunum en á Sandhóli í Meðallandi í Skaftárhreppi eru ræktaðir hafrar, repja, og bygg. Öll ræktunin er án notkunar skordýraeiturs, illgresiseyðis og annarra óæskilegra efna og afurðirnar því hreinar og vistvænar. Hafrarnir þykja einstaklega bragðmiklir í matargerð og segir Örn Karlsson, framkvæmdastjóri Sandhóls, íslensk skilyrði ná fram því besta úr plöntunum. Bylgjandi kornakrar. „Við erum svo heppin að á Íslandi er kaldara loftslag og því vex allt hægar utandyra en þar sem hitastig er hærra. Það þýðir að afurðirnar verða bragðmeiri, þetta er vel þekkt í íslenskri grænmetisrækt og það sama á við um repju og hafra. Kaldara loftslag gerir það einnig að verkum að við þurfum ekki að úða neinum efnum á akrana eins og gert er í öllum löndunum í kringum okkur,“ segir Örn. Bylgjandi kornakrar eru þó ekki algeng sjón í íslenskum sveitum en aðstæður á Sandhóli eru sérstakar. „Við erum með syðstu bæjum á Íslandi um 70 km sunnar en Reykjavík. Hér vorar snemma og haustar seint og því kjöraðstæður til að rækta. Ég veit ekki til þess að hafrar séu ræktaðir til manneldis annarsstaðar en hér á Sandhóli en það eru fleiri í repjurækt. Við ræktum einnig bygg sem til dæmis er nýtt í íslenskt viskí og auk þess ræktum við nautgripi. Við nýtum það sem fellur til við vinnsluna á höfrunum, bygginu og repjunni sem fóður og hálm undir gripina. Hér fer því ekkert til spillis,“ segir Örn. Sáð er í apríl og uppskera hefst í september og stendur oft út október. Uppskeran er færð í hús og þurrkuð. Fræ repjuplöntunnar eru pressuð á staðnum og olíunni tappað á flöskur. Hafrarnir eru afhýddir og svo valsaðir og pakkað í neytendaumbúðir. Aðstæður til ræktunar á Sandhóli eru með því besta sem gerist á Íslandi. „Hafrarnir okkar voru rannsakaðir á danskri rannsóknarstofu og það kom þeim á óvart að ekki mældist snefill af eiturefnum. Slíkar niðurstöður höfðu þeir aldrei séð áður þar sem þar ytra er svo mikið af eiturefnum í landbúnaði að þau eru komin út í náttúruna. Hafrarnir okkar eru alveg hreinir, bragðmiklir og próteinríkir. Þá var repjuolían okkar tekin til skoðunar hjá Andoxunarstofnun Evrópusambandsins og reyndist olían það rík af andoxunarefnum að við megum merkja hana með þeim stimpli frá Evrópusambandinu,“ segir Örn. Repjuolían frá Sandhóli er rík af andoxunarefnum. Þá er heilmikil vöruþróun í gangi á Sandhóli og meðal nýjunga sem væntanlegar eru á markaðinn er haframjólk. „Það er gífurleg aukning í sölu á jurtamjólk og jurtadrykkjum. Það má áætla að heildarmarkaður fyrir haframjólk sé nú um og yfir 1,1 milljón lítrar á ári sem mun eflaust fara vaxandi á næstu árum. Við erum að þróa haframjólk úr okkar höfrum en einnig er verið að þróa skyr hjá Örnu á Ísafirði með höfrum frá okkur. Svo er einnig í undirbúningi að framleiða majónes úr repjuolíunni okkar og þá er repjuolían okkar einnig notuð hjá sápugerðinni Urð. Það er því ýmislegt spennandi að gerast. Við viljum enda meina að vörurnar okkar séu ekki einungis miklar hollustuvörur heldur er kolefnissporið minna af íslenskri framleiðslu en innflutningi.“
Matur Heilsa Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira