Munu kolefnisjafna flugið tvöfalt og sæta ströngum reglum um sóttvarnir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2021 07:29 Svissneski listamaðurinn Gerry Hofstetter framdi gjörning í tilefni COP26, þar sem hann varpaði myndum á ísjaka við strendur Grænlands. Þannig freistaði hann þess að búa til tímabundna minnisvarða um þær loftslagsbreytingar sem maðurinn og aðrir íbúar jarðarinnar standa frammi fyrir. epa/Frank Schwarzbach Sendinefnd Íslands á loftslagsráðstefnunni í Glasgow mun telja í kringum 60 manns en þar af verða 26 á vegum íslenskra stjórnvalda. Gripið verður til víðtækra sóttvarnaráðstafana vegna ráðstefnunnar og þá munu þau ráðuneyti sem senda fulltrúa kolefnisjafna flugið tvöfalt, í samræmi við loftslagsstefnu stjórnarráðsins. Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum. Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum umhverfisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis en tilefni hennar var gagnrýni á þátttöku Íslands, sem hefur verið sett fram á samfélagsmiðlum. Meðal gagnrýnenda er Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem spurði meðal annars á Facebook hvort einhver fulltrúa Íslands hefði ekki „sagt okkur hinum að ferðast minna vegna „hamfarahlýnunar““ og „skipað okkur hinum að vera heima vegna þess að smitum sé að fjölga og „við séum öll almannavarnir““. Færsla Sigríðar hefur vakið nokkra athygli og meðal annars verið deilt 67 sinnum. Í svörum umhverfisráðuneytisins segir hins vegar meðal annars að samkvæmt lögum um loftslagsmál eigi ráðuneyti og stofnanir að kolefnisjafna flug sitt og að ráðuneytin muni kolefnisjafna tvöfalt fyrir umrætt flug í samræmi við loftlagsstefnu stjórnarráðsins. Þá er bent á strangar sóttvarnareglur ráðstefnunnar en ólíkar reglur munu gilda um þá sem eru fullbólusettir og þá sem hafa ekki verið bólusettir. Allir þátttakendur eru hvattir til að láta bólusetja sig áður en þeir ferðast á ráðstefnuna og allir þurfa að framvísa neikvæðu Covid-19 prófi áður en þeir ferðast. Þátttakendur munu einnig þurfa að taka nýtt Covid-19 próf innan tveggja daga eftir komuna til Glasgow og aftur á áttunda degi ef þeir eru óbólusettir. Þá verða allir að taka hraðpróf einu sinni á dag, ef þeir hyggjast sækja viðburði á dagskrá ráðstefnunnar. Gestir verða einnig að virða eins metra fjarlægðarmörk og bera grímu þar sem þess er krafist. Meðal þátttakenda Íslands á ráðustefnunni, sem hófst í gær og stendur yfir til 12. nóvember, eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra. Þá munu einnig sækja fundinn fulltrúar frá Reykjavíkurborg, umhverfisverndarsamtökum, lífeyrissjóðum og ýmsum fyrirtækjum.
Loftslagsmál Skotland COP26 Tengdar fréttir COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19 Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16 Mest lesið Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Erlent Fleiri fréttir Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Sjá meira
COP26 sett í Glasgow: „Okkar síðasta og besta von“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna, COP26, var sett í morgun. Setningin markar upphaf tveggja vikna fundarhalda og viðræðna þar sem fulltrúar næstum 200 ríkja freista þess að ná saman um aðgerðir til að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og stemma stigum við áhrifum af hnattrænni hlýnun. 31. október 2021 13:19
Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. 28. október 2021 22:16