Einn besti knapi landsins braut á þrettán ára stúlku árið 1993 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. október 2021 23:46 Jóhann Rúnar Skúlason er ekki lengur landsliðsmaður Íslands í hestaíþróttum. Rut Sigurðardóttir Jóhann Rúnar Skúlason, landsliðsmaður í hestaíþróttum, hefur verið rekinn úr landsliðinu vegna þess að hann á að baki dóm fyrir alvarlegt kynferðisofbeldi. Jóhann Rúnar varð þrefaldur heimsmeistari árið 2019 og var hestafólk verulega ósátt við að hann komst ekki í efstu þrjú sætin í kjöri íþróttamanns ársins. Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins. Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Mannlíf hefur fjallað um knapann undanfarið en Jóhann Rúnar er búsettur í Danmörku. Þar kom fram að hann hefði nýlega hlotið dóm fyrir heimilisofbeldi og sömuleiðis dóm fyrir kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku árið 1993. Stjórn Landsambands hestamannafélaga og landsliðsnefnd tóku í dag þá ákvörðun að vísa Jóhanni Rúnari úr landsliðinu. „Ákvörðunin er tekin í ljósi nýtilkominna upplýsinga um dóm sem landsliðsmaðurinn hlaut fyrir kynferðisbrot, en stjórn sambandsins og landsliðsnefnd hafði ekki verið kunnugt um dóminn.“ Áfall fyrir íslenskan hestaheim Landsliðsmaðurinn er ekki nafngreindur í tilkynningunni en ljóst að um Jóhann Rúnar er að ræða. Áfallið er vafalítið mikið í hestaheiminum enda hefur Jóhann verið eitt helsta andlit íslenskrar hestamennsku um árabil. Segja má að hann hafi unnið allt sem hægt er að vinna í íþróttinni og sé einn besti knapi Íslandssögunnar. Árið 2019 varð hestafólk verulega ósátt að hann varð þrátt fyrir afrek sín á árinu ekki í efstu sætum í kjöri íþróttamanns ársins. Kynferðisbrotið átti sér stað árið 1993 samkvæmt upplýsingum Mannlífs sem hefur dóminn undir höndum. Var hann fundinn sekur um að hafa brotið á þrettán ára stúlku sem kom inn í verslun ásamt vinum sínum að skoða myndbandsspólur. Jóhann Rúnar var 24 ára á þessum tíma. Fram kemur í dómnum að eftir lokun verslunarinnar hafi hún farið með honum í bíl og þar hafi hann brotið á stúlkunni. Var Jóhann Rúnar dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot sitt. Óverjandi að dæmdir kynferðisbrotamenn séu fulltrúar Íslands Stjórn Landsambands hestamanna telur óverjandi að þeir sem hafi gerst sekir um og eða hlotið refsidóm fyrir alvarlegt kynferðisbrot séu í landsliðshópnum og komi fram sem fulltrúar LH fyrir Íslands hönd, hvort sem er hér á landi eða á erlendri grundu. „Er slíkt til þess fallið að skaða ímynd LH, landsins og hestaíþróttarinnar í heild, einnig er það andstætt þeim gildum sem LH stendur fyrir, en sambandið tekur skýra afstöðu gegn öllu ofbeldi.“ Minnt er á að LH sé sérsamband innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ), en samkvæmt lögum ÍSÍ er óheimilt að velja einstaklinga sem hlotið hafa refsidóma vegna kynferðisbrota til starfa innan íþróttahreyfingarinnar, gildir þetta bæði um þá einstaklinga sem starfa sem sjálfboðaliðar og launþegar. „Stjórn LH hefur m.a. litið til þessarar reglu við ákvörðun sína um að vísa landsliðsmanninum úr landsliðshópnum. Auk þess hefur verið litið til sambærilegar reglu sem samþykkt var á FEIF þingi 2019 og er að finna í viðauka 9 í lögum LH.“ Þá kemur fram að á vettvangi LH og ÍSÍ fari nú fram vinna við endurskoðun reglna og umgjarðar er varðar ofbeldis- og kynferðisbrot og hvaða skilyrði iðkendur þurfi að uppfylla sem keppa fyrir hönd sambandsins.
Hestar Kynferðisofbeldi Íslendingar erlendis Hestaíþróttir Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Sjá meira