Metnaðarfullt hrekkjavökuball Hrafnistu: „Ég er á sex stjörnu hóteli“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2021 21:31 Metnaðarfullt hrekkjavökupartí á Hrafnistu. vísir Heimilismenn á Hrafnistu klæddu sig í búninga í tilefni hrekkjavökuballs. Heimilismenn skemmtu sér konunglega og skáluðu í eiturgrænum hrekkjavökudrykk. Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Það er óhætt að segja að hrekkjavakan sé komin til að vera á Íslandi. Ein sönnun þess er árlegt hrekkjavökuball á Hrafnistu og fréttastofa leit að sjálfsögðu við. Árdís Hulda Eiríksdóttir.vísir „Við reynum að nota hvert tækifæri sem við getum til þess að brjóta upp hversdagsleikann hjá okkur og erum ótrúlega dugleg að gera eitthvað skemmtilegt eins og í dag. Það sem er svo skemmtilegt er að íbúarnir eru algjörlega tilbúnir að vera með okkur í þessu og það er það sem gerir þetta svo skemmtilegt,“ sagði Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi. „Það er alltaf gaman hérna, það er dansað á hverjum einasta föstudegi,“ sagði Bryndís Sigurðardóttir. Jóel Hreiðar Georgsson.vísir „Þegar ég kom hingað fyrir nokkrum vikum þá sagði ég: „Ég er á sex stjörnu hóteli og ég er enn á sex stjörnu hóteli,“ sagði Jóel Hreiðar Georgsson. Það er svona gaman? „Þetta er svo gaman að vera hér. Alveg dásamlegt.“ Íbúar voru hvattir til að mæta í búningi á ballið en engin formleg búningakeppni fór þó fram. „Nei en það er samt innri samkeppni, það er ekki hægt að neita því. Þó að það sé ekki formlegt þá að sjálfsögðu er keppni á milli manna,“ sagði Árdís. Bryndís Sigurðardóttir.vísir Í hvaða búningi ert þú, hver ert þú? „Ég er bara ég, þetta er bara hárkolla,“ sagði Bryndís. Varstu búin að hugsa mikið út í búninginn? „Nei þetta kom bara að sjálfu sér. Tengdadóttir mín útvegaði mér þetta.“ En þú ert ekki í neinum búningi? „Nei ég er bara með þessa hendi,“ sagði Jóel og hlær. Flestir heimilismenn stigu dans.arnar halldórsson Og auðvitað var fólki var boðið upp á eiturgrænan drykk. „Heyrðu þetta er alveg baneitrað. Ég myndi ekki fá mér í þínum sporum,“ sagði Árdís í gríni. Er í lagi með þennan drykk? „Nei þetta er hræðilega vont,“ sagði Bryndís. „Íslendingar eru sjúkir i Halloween og þar eru heimilismenn á Hrafnistu engin undantekning. Við erum á trylltu dansiballi.“ Hið eina sanna DAS band.ARNAR HALLDÓRSSON Heimilismenn stigu flestir dans en það var DAS bandið sem hélt uppi fjörinu. „Þetta er hið eina sanna DAS band sem spilar hér alla föstudaga. Þau gefa vinnu sína til okkar. Algjörlega frábært band sem heldur uppi stemningunni hjá okkur og eru akkúrat með ef það er þema hjá okkur, þá eru þau komin í þemabúninga,“ sagði Árdís. Fólk er að skemmta sér vel? „Mjög vel. Þetta er frábær dagur.“ DAS bandið tók þekkt lög.arnar halldórsson Alla föstudaga er sungið og dansað á Hrafnistu.arnar halldórsson Hljómsveitarmeðlimir klæddust að sjálfsögðu hrekkjavökubúningum.arnar halldórsson Metnaðarfullar skreytingar.arnar halldórsson
Eldri borgarar Hrekkjavaka Hafnarfjörður Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira