„Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. október 2021 13:29 Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands. Vísir Dósent í stjórnsýslurétti segir að það verði að vera ljóst að ágalli á meðferð kjörgagna hafi raunverulega haft áhrif á niðurstöðu kosninganna, ef hrófla eigi við niðurstöðunni. Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan. Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, telur að líta þurfi til þess hvað gerðist í raun og veru á sunnudeginum örlagaríka, 26. september í Norðvesturkjördæmi. Skoða þurfi hvað gerðist frá fyrri talningu þangað til að endurtalning fór fram. „Það eru ágallar á því hvernig þessi salur var vaktaður, eða honum lokað og hvernig haldið var utan um kjörgögnin þarna. Það eru ágallar á því,“ segir Trausti. Ágallarnir þurfi að hafa haft áhrif á niðurstöðu Niðurstaðan ráðist af því hvort meðferð á kjörgögnum hafi í raun leitt til þess að seinni talningin hafi ekki verið marktæk. Ágallarnir sem fyrir liggja á meðferð atkvæðanna er ekki næg ástæða til að hrófla við niðurstöðunni ein og sér. „Það að vera töluverður vafi. Það verður að vera eitthvað sem bendir til að meðferð kjörgagnanna hafi ekki verið í lagi með þeim hætti að það hafi haft áhrif á niðurstöðu kosninganna,“ segir Trausti. Ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram Trausti segir mikilvægt að kerfið bjóði upp á að hægt sé að fara í uppkosningu, það sé lykilatriði í kosningakerfum að geta brugðist við galla. Á sama tíma sé líka mikilvægt að niðurstöður kosningar standi: „Það sé ekki hægt með einhverjum aðferðum að kasta rýrð á þær [kosningarnar] og þurfa að fara að kjósa aftur, bara af því einhver er ósáttur. Það myndi vinna algerlega gegn tilgangi og festu í þessu lýðræðislega kerfi,“ segir Trausti en ítrekar þó að ekki megi forðast endurkosningu vegna óhagræðis, ef verður komist að þeirri niðurstöðu. Næstu dagar undirbúningskjörbréfanefndar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. Trausti telur að þingmenn eigi stórt verk fyrir höndum. „Prófið sem að þingmennirnir standa fyrir er hvort þingmenn geti litið tiltölulega hlutlægt á þessi gögn öllsömul og komist að niðurstöðu sem að stenst einhverja prófun almennrar skynsemi eða hvort þeir láta pólitíska stundarhagsmuni ráða því að einhverju leyti hvernig þau greiða atkvæði. Það er auðvitað ágallinn við þetta kerfi okkar,“ segir Trausti en telur þó ástæðulaust að vantreysta þingmönnunum fyrir fram við úrlausn verkefnisins. Trausti Fannar Valsson var í viðtali á Sprengisandi í dag en viðtalið má hlusta á hér að neðan.
Alþingiskosningar 2021 Sprengisandur Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41 Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01 Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Sjá meira
Búin að ræða við kærendur og líður að lokum gagnaöflunar Undirbúningskjörbréfanefnd hefur lokið við að ræða við þá sem kærðu framkvæmd nýliðinna Alþingiskosningar til þingsins. Næstu dagar fara í frekari upplýsingaöflun og í framhaldinu verður ráðist í að skoða þá þætti sem eru matskenndir. 25. október 2021 16:41
Þingmenn fundu gilt atkvæði í röngum bunka í Borgarnesi á miðvikdag Gilt atkvæði fannst í bunka sem var merktur auðum atkvæðum í vettvangsferð sem hluti undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa fór í Borgarnes á miðvikudag. 28. október 2021 18:01
Týnda Framsóknaratkvæðið kom á óvart Formaður kjörbréfanefndar segir það hafa komið sér á óvart þegar atkvæði merkt Framsóknarflokknum fannst í bunka auðra atkvæða í vettvangsferð í Borgarnesi á miðvikudag. Atkvæðið skipti þó ekki sköpum. Umboðsmaður Pírata telur það eina í stöðunni að láta fyrri talningu gilda. 29. október 2021 19:45