Sport

Anníe Mist jöfn á toppnum eftir þrjár greinar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Anníe Mist er á toppnum á mótinu sem stendur.
Anníe Mist er á toppnum á mótinu sem stendur. instagram.com/anniethorisdottir/

Anníe Mist Þórisdóttir er jöfn Lauru Horvath á toppi Rogue Invitational-mótsins í Crossfit með 270 stig þegar þrjár æfingar eru búnar.

Þriðja æfing mótsins hét „Echo Burner.“ Þar þurftu keppendur að gera „thruster“ 20 sinnum, karlmenn með 52 kíló og konur með 34 kíló. 

Að því loknu var farið á „Echo Bike“ þar sem karlmenn þurftu að brenna 40 hitaeiningum en kvenmenn 32 hitaeiningum. Í kjölfarið þurfti svo að gera „thruster“ 20 sinnum til viðbótar.

Anníe Mist gerði æfinguna á 2:53,99 mínútum og endaði í 3. sæti en Amanda Barnhart var fyrst og Laura Horvath önnur. Anníe og Laura eru því báðar með 270 stig að loknum þremur æfingum.

Katrín Tanja Davíðsdóttir var 5. og Þurí Helgadóttir í 20. sæti. Sú fyrrnefnda situr í 9. sæti á meðan Þurí er tveimur sætum neðar. Björgvin Karl Guðmundsson var 12. karlamegin og situr nú í 7. sæti mótsins.

Keppt verður í Concept 2 og The Mule síðar í kvöld. Upplýsingar um greinar kvöldsins má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×