„Hjólabretti er fyrir alla” – Frábær námskeið og æfingar Ritstjórn Albúmm.is skrifar 30. október 2021 13:00 Frá vinstri: Freymar Þorbergsson, Óðinn Valdimarsson, Sigrún Guðjohnsen, Steinar Fjeldsted og Sigurður Pálmason. Hjólabrettafélag Reykjavíkur býður nú í fyrsta skipti upp á æfingar á hjólabrettum og má nefna t.d. námskeið fyrir krakka, unglinga og fullorðna en einnig er boðið upp á stelpunámskeið og fjölskyldunámskeið. Einnig eru æfingar tvisvar sinnum í viku fyrir þá sem eru ögn lengra komnir. […] Markmið félagsins er að byggja upp flotta senu og aðstöðu til framtíðar innan borgarlandsins þar sem allir geta æft sig. Áhuginn á hjólabrettum hefur svo sannarlega vaxið hratt hér á landi og er meðbyr íþróttarinnar ansi mikill. Í ár var hjólabretti með á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti og fékk það gríðarlega mikla athygli, hver veit nema að Ísland geti sent sinn fulltrúa á leikana í framtíðinni. Hjólabrettafélag Reykjavíkur hefur verið starfandi í um 7 ár og er nú orðið að löggildu íþróttafélagi með aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Mynd: Brynjar Snær. Það eru þau Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen sem eru stofnendur félagsins en ásamt þeim eru það Freymar Þorbergsson, Sigurður Pálmason og Óðinn Valdimarsson sem reka og eru í stjórn félagsins. Þau hafa öll komið að hjólabrettaiðkun í fjölda ára og stofnaði Steinar Fjeldsted meðal annars Brettafélag Reykjavíkur ásamt fleirrum (BFR) árið 1996. Hjólabrettafélag Reykjavíkur er með afnot af innanhússaðstöðu í Dugguvogi 8 í Reykjavík en þar fer öll starfsemin fram. Hægt er að skoða og skrá á öll námskeiðin / æfingar á vefsíðu félagsins: Hjolabrettafélag.is Hjólabrettafélag Reykjavíkur á Instagram og Facebook Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is. Tónlist Hjólabretti Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið
Markmið félagsins er að byggja upp flotta senu og aðstöðu til framtíðar innan borgarlandsins þar sem allir geta æft sig. Áhuginn á hjólabrettum hefur svo sannarlega vaxið hratt hér á landi og er meðbyr íþróttarinnar ansi mikill. Í ár var hjólabretti með á Ólympíuleikunum í fyrsta skipti og fékk það gríðarlega mikla athygli, hver veit nema að Ísland geti sent sinn fulltrúa á leikana í framtíðinni. Hjólabrettafélag Reykjavíkur hefur verið starfandi í um 7 ár og er nú orðið að löggildu íþróttafélagi með aðild að Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ). Mynd: Brynjar Snær. Það eru þau Steinar Fjeldsted og Sigrún Guðjohnsen sem eru stofnendur félagsins en ásamt þeim eru það Freymar Þorbergsson, Sigurður Pálmason og Óðinn Valdimarsson sem reka og eru í stjórn félagsins. Þau hafa öll komið að hjólabrettaiðkun í fjölda ára og stofnaði Steinar Fjeldsted meðal annars Brettafélag Reykjavíkur ásamt fleirrum (BFR) árið 1996. Hjólabrettafélag Reykjavíkur er með afnot af innanhússaðstöðu í Dugguvogi 8 í Reykjavík en þar fer öll starfsemin fram. Hægt er að skoða og skrá á öll námskeiðin / æfingar á vefsíðu félagsins: Hjolabrettafélag.is Hjólabrettafélag Reykjavíkur á Instagram og Facebook Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.
Tónlist Hjólabretti Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið