Argentínumaðurinn hefur ekki enn skorað deildarmark fyrir frönsku risana í fjórum leikjum, en hann var tekinn af velli í hálfleik er liðið vann 2-1 endurkomusigur gegn Lille í gærkvöldi.
Messi er raunar sá leikmaður sem hefur tekið flest skot í deildinni án þess að boltinn endi í netinu. Hann hefur látið vaða 15 sinnum, en á enn eftir að finna netmöskvana. Þetta er versta byrjun á tímabili hjá Messi í 16 ár.
😬 Leo Messi has attempted the most shots without scoring a single goal in Ligue 1 this season (15)
— WhoScored.com (@WhoScored) October 29, 2021
🥴 Not going to plan... pic.twitter.com/jkAVKRtbcT
Á tíma sínum hjá Barcelona skoraði Messi 474 mörk í 520 deildarleikjum.
Argentínski galdramaðurinn hefur þó farið vel af stað í Meistaradeildinni, en þar hefur hann skorað þrjú mörk í jafn mörgum leikjum.