Fótbolti

Inter tilbúið að leyfa Eriksen að fara svo hann geti spilað aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Christian Eriksen þegar hann hitti samherja sína í Inter í fyrsta sinn eftir hjartaáfallið.
Christian Eriksen þegar hann hitti samherja sína í Inter í fyrsta sinn eftir hjartaáfallið. getty/Mattia Ozbot

Ítalíumeistarar Inter eru tilbúnir að leyfa Christian Eriksen að fara frá félaginu svo hann geti spilað fótbolta aftur.

Eftir að Eriksen fékk hjartaáfall í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu í sumar var gangráður græddur í hann.

Eriksen ætlar að halda áfram í fótbolta. Hann má ekki hins vegar spila með gangráðinn samkvæmt reglum ítalska knattspyrnusambandsins.

Daninn verður því að láta fjarlægja gangráðinn ef hann vill spila áfram á Ítalíu eða róa á önnur mið. Og Inter ku vera tilbúið að leyfa Eriksen að fara frá félaginu svo hann geti haldið fótboltaferlinum áfram. Þó liggur ekki enn fyrir hvort reglur í öðrum löndum heimili honum að spila með gangráðinn.

Eriksen gekk í raðir Inter frá Tottenham í janúar 2020. Hann varð ítalskur meistari með Inter á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×