Orkuboltar, íþróttir og ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 29. október 2021 11:30 Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Íþróttir barna Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun