Aðalmeðferð í máli eldri borgara gegn Tryggingastofnun hefst í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 10:10 Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómsháldi klukkan 14 þar sem málið verður kynnt. Vísir/Vilhelm Félagar úr Gráa hernum, baráttuhópi eldri borgara um lífeyrismál, mættu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun til að fylgjast með aðalmeðferð í máli félaga hópsins gegn Tryggingastofnun. Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar. Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Málið höfðuðu þrír félagar Gráa hersins gegn Tryggingastofnun vegna skerðinga á ellilífeyri og heimilisuppbót á móti greiðslum frá lífeyrissjóðum. Er málið byggt á því sjónarmiði að með skerðingu opinberra lífeyrisgreiðslna í hlutfalli við réttindi, sem ellilífeyristakar hafa áunnið sér í lífeyrissjóðum með vinnuframlagi sínu og iðgjöldum, sé gengið gegn stjórnarskrarvörðum eignarrétti lífeyristaka. Að loknu dómhaldi verður útifundur á Austurvelli á vegum Gráa hersins þar sem Helgi Pétursson, formaður Landssambands eldri borgara, kynnir málsóknina. Þá mun Flóki Ásgeirsson lögmaður gera greni fyrir málflutningi beggja aðila málsins, Jónas Þórir og Örn Árnason fara með gamanmál, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri heldur tölu eftirlaunakonu og Hörður Torfa söngvaskóld flytur tónlist. Þá mun Andrea Jónsdóttir þeyta skífum fyrir fund og efla baráttuandann. Boðað hefur verið til útifundar að loknu dómshaldi.Vísir/Vilhelm Í kynningu Landssambands eldri borgara á málinu segir að skerðingarnar, sem meðlimir Gráa hersins mótmæla, nemi allt að 56,9 prósentum af greiðslum úr lífeyrissjóði. „Þegar einnig sé tekið tillit til tekjuskatta sé því um að ræða ígildi eignaupptöku á allt að 72,9% greiðslna frá lífeyrissjóðum. Þetta sé brot á 72. gr. stjórnarskrárinnar og 1. gr. 1. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu um friðhelgi eignarréttarins, og ákvæðum 65. gr. stjórnarskrárinnar og 14. gr. mannréttindasáttmálans, sem leggja bann við mismunun,“ segir í tilkynningunni. Eldri borgarar fjölmenntu í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/Vilhelm Í stefnu málsins kemur fram að kerfi skyldulífeyrissparnaðar, sem komið var á árið 1969, hafi ætlunin verið að hann kæmi til viðbótar við almannatryggingar, en ekki í stað þeirra. Núverandi skerðingar geri það þó að verkum að stór hluti þes ávinnings sem rekja megi til lífeyrissjóðakerfisins sé færður frá sjóðfélögum til ríkisins. Í stað þess að sjóðfélagar njóti lífeyrissparnaðar síns séu réttindi þeirra í lifyeirrsjóðum notuð til að draga úr útgjöldum ríkisins til almannatryggingar.
Kjaramál Dómsmál Tryggingar Lífeyrissjóðir Eldri borgarar Tengdar fréttir Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Segir Bjarna og ríkisstjórnina blóðmjólka eldri borgara Grái herinn býst til vopna. Ríkið tekur 80 prósent af aukagreiðslum eftirlaunafólks og 45 milljarða árlega af lífeyrisþegum. 25. maí 2021 11:52