Milt viðhorf almennings til skattsvika Gréta Stefánsdóttir skrifar 29. október 2021 11:01 Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsbrot Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Skattalagabrot hafa alltaf átt stað í hinni almennu umræðu. En þrátt fyrir fjölda þeirra og þá staðreynd að Ísland er eina vestræna ríkið sem sett hefur verið á hinn svokallaða gráa lista þá má draga þær ályktanir að ekki er um að ræða nægilega gagnrýna umræðu. Haustið 2019 var Ísland sett á gráan lista sökum alvarlegra annarmarka á sviði varna gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Fyrirtæki í viðskiptum við ríki sem hafa verið sett á gráa listann hafa frekar kosið að slíta viðskiptasamböndum sínum en að leggja á sig aukna áreiðanleikakönnun sem er skylt að framkvæma á viðskiptamönnum frá löndum á gráa listanum. Vekja verður athygli á því að skv. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 teljast öll refsiverð brot með fjárhagslegum ávinningi vera frumbrot peningaþvættis. Á Íslandi eru skattalagabrot algengustu frumbrot peningaþvættis samkvæmt áhættumati ríkislögreglustjóra, gefið út á tveggja ára fresti, árin 2017, 2019 og 2021. Ásamt þessum staðreyndum þá hefur greind ógn sökum skattalagbrota á Íslandi verið flokkuð í alvarlegasta flokk greiningartöflu Evrópusambandsins. Jafnvel þó að með breytingu laga nr. 149/2009 hafi 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 verið látin taka til allra refsiverðra brota með fjárhagslegan ávinning og þau lög tóku gildi 1. janúar 2010 þá er framkvæmdin nýlega farin að samræmast lögunum. Það var ekki fyrr en Ísland var sett á gráa listann árið 2019 sem ýtti framkvæmdinni af stað. Í dag rúmlega 10 árum eftir þessa lagabreytingu hefur aðeins einn dómur fallið á hæsta dómstigi um skattalagabrot sem frumbrot peningaþvættis og það var Hrd. 25. mars 2021 (29/2020). Í því máli var skattalagabrotið sjálft fyrnt, s.s. frumbrotið, en um er að ræða tvö sjálfstæð brot, skattalagabrot og sjálfsþvættisbrot. Hinn ólögmæti ávinningur sem stafar af skattalagabrotinu var enn til staðar hvort sem hann var bundinn í fasteign eða inn á bankareikningi en 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 tekur einnig til þess að geyma eða meðhöndla ólögmætan ávinning. Þess vegna taldist sjálfsþvættisbrotið vera ófyrnt, þetta er ástandsbrot og fyrnist ekki fyrr en ástandinu lýkur sbr. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 eða m.ö.o. lýkur ástandinu ekki svo lengi sem hinn ólögmæti ávinningur er til staðar. Þá má draga þá ályktun að ef hinum ólögmæta ávinningi hefði verið eytt í neyslu og væri ekki lengur til staðar að þá myndi fyrningarfrestur teljast frá þeim degi skv. 1. mgr. 82. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Það hlýtur að teljast merkilegt að þrátt fyrir bókstaf laganna hafi framkvæmdin ekki verið í samræmi í lög fyrr en rúmum 10 árum síðar. Sem leiðir mig að kjarna málsins sem er viðhorf almennings til skattalagabrota. Í áhættumati ríkislögreglustjóra árin 2019 og 2021 kom fram að viðhorf almennings gagnvart skattsvikum er mun mildara en til annarra refsiverðra brota, þrátt fyrir gífurlegt umfang þeirra. Þetta viðhorf almennings er verulegur veikleiki í þjóðfélaginu og siðferðislegur vandi. Framlag skattborgara á að sjá um rekstur heilbrigðiskerfisins, samgöngukerfis, menntakerfis o.s.frv. sem allir í þjóðfélaginu nýta og treysta á. Þetta er það sem er í húfi. Hvers vegna er viðhorfið milt? Höfundur er að ljúka mastersnámi í lögfræði í HÍ núna í vetur með sérstakri áherslu á skattarétt. Meistararitgerðin fjallar um skattsvik í samhengi peningaþvættis.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun