Síðan fer hann til Skotlands þar sem loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fer fram.
Forsetinn ætlar að reyna að sannfæra fólk um að Bandaríkjamenn séu nú heilshugar með í baráttunni við loftslagsvánna eftir stjórnartíð Donalds Trump, sem dró úr allri slíkri þáttöku með skipulögðum hætti.
Þó er óljóst hvaða stuðning forsetinn hefur heima fyrir því aðgðerðapakki hans upp á 2,7 billjónir dollara hefur ekki verið samþykktur af Bandaríkjaþingi, meðal annars vegna andstöðu þingmanna demókrataflokksins sem vilja fá aðra pakka samþykkta samtímis er varða fæðingarorlof, frítt háskólanám og hátekjuskatt á hina ofurríku.