Grant var sprautaður með lyfinu midazolam, sem er róandi lyf jafnan notað til svæfinga. Skömmu eftir sprautuna hóf hann að hristast og kastaði upp.
Meðlimir aftökusveitarinnar skárust í leikinn og sáu áhorfendur starfsmenn þurrka ælu af andliti og hálsi Grants. Í kjölfarið öskraði hann „Áfram, áfram, áfram!“ og blótaði mjög.
Grant var sprautaður með blöndu af þremur mismunandi lyfjum og missti hann meðvitund fimmtán mínútum eftir fyrstu sprautuna. Hann var úrskurðaður látinn sex mínútum eftir að hafa misst meðvitund.
Grant er fyrsti fanginn til vera tekinn af lífi í sex ár í Oklahoma, eftir röð af misheppnuðum aftökum sem fram fóru á árunum 2014 og 2015. Ríkið hefur nú tekið 113 fanga af lífi síðan árið 1976.