Fimmtíu manna sendinefnd á leið á loftslagsráðstefnuna í Glasgow Eiður Þór Árnason skrifar 28. október 2021 22:16 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Vísir Umhverfissamtök segja íslensk stjórnvöld þurfa að gera mun betur í loftslagsmálum og krefjast þess að atvinnugreinum verði sett skýr losunarmörk. Þetta kemur fram í afdráttarlausri áskorun þeirra í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar COP26 í Glasgow. Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Fimmtíu manna íslensk sendinefnd verður viðstödd ráðstefnuna sem hefst á sunnudag og verða þrír ráðherrar með í för. Þeirra á meðal verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Á hvað ætlar þú að leggja mesta áherslu á þessari ráðstefnu? „Við munum náttúrulega segja frá því sem hefur verið að gerast á Íslandi í loftslagsmálum og kannski ekki síst að við höfum lögfest markmið um kolefnishlutleysi árið 2040, eitt af ellefu ríkjum í heiminum sem hafa lögfest slík markmið. Við höfum aukið metnaðinn í samstarfi við ESB og Noreg hvað varðar Parísarsamkomulagið og förum upp í 55 prósent í samfloti við þau. Svo höfum við núna nýlega líka lokið við fyrstu stefnu Íslands um aðlögun og reyndar líka aukið framlög okkar til þróunarsamvinnu,“ sagði Guðmundur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vill sjá meiri metnað hjá stærstu losunarríkjunum Þrenn umhverfisverndarsamtök hafa skorað á stjórnvöld að setja sér markmið um að vera með 70 prósent samdrátt í losun fyrir 2030. Aðspurður um hvort það sé gerlegt segir Guðmundur að Ísland geti sett markið hærra en það gerir í dag. „Við þurfum að samt að taka tillit til þess að Ísland hefur ákveðin tækifæri til að draga úr losun í ákveðnum geirum og minna í öðrum en þetta er bara mjög gott að fá þetta frá umhverfisverndarsamtökum. Þetta er þeirra verk að setja fram metnaðarfull markmið.“ Hvað vonastu til að fá út úr þessari ráðstefnu? Umhverfisráðherra vonast til að þátttökuríki loftslagsráðstefnunnar komi til með að tryggja fjármögnun loftslagsaðgerða í þróunarlöndum og þróuð ríki auki fjárhagslegan stuðning sinn við þær aðgerðir. Þá vilji hann sjá meiri metnað hjá þeim ríkjum sem séu ábyrg fyrir hvað mestri losun. „Þetta er það sem ég vildi helst vilja sjá koma út úr ráðstefnunni svo við getum staðið sem heimsbyggð saman í því að standast Parísarsamkomulagið,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Loftslagsmál Umhverfismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira